Mátti sekta mann sem lagði á eigin lóð Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 22:11 Bílastæðasjóður mátti smella sektum á rúðu bíls mannsins. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur Bílastæðasjóð Reykjavíkur hafa mátt sekta mann vegna bifreiðar hans sem lagt var á hellulögðum fleti innan lóðarmarka fasteignar hans. Í áliti Umboðsmanns, sem birt var í dag, segir að ákvörðun Bílastæðasjóðs hafi verið byggð á ákvæði umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um að ekki megi stöðva eða leggja skráningarskyldu ökutæki á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja. Kvörtun mannsins til Umboðsmanns hafi meðal annars lotið að því að ákvörðun Bílastæðasjóðs rúmaðist ekki innan gildissviðs umferðarlaga og samræmdist ekki ákvæðum laganna að öðru leyti. Lögin gildi líka inni á lóðum Í reifun á vef Umboðsmanns segir að hann hafi talið ákvæði umferðarlaga gilda um umferð ökutækja á lóðum, eftir því sem við ætti. Hann hafi talið að við úrlausn á því hvort ökutæki hefði verið stöðvað eða lagt í andstöðu við téð ákvæði umferðarlaga yrði að fara fram heildstætt og atviksbundið mat. Væri horft til markmiða og annarra ákvæða laganna væri ljóst að við það mat bæri meðal annars að horfa til þess hvort staða bifreiðarinnar ylli í reynd hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra umferð. Þessu til viðbótar yrði að líta til þess að ákvörðun um álagningu stöðubrotsgjalds fæli í sér beitingu stjórnsýsluviðurlaga og væri þannig í eðli sínu íþyngjandi, en af því leiddi meðal annars að vafa um hvort háttsemi félli undir brotalýsingu ákvæðisins bæri að túlka aðila í hag. Við mat á því hvort bannregla ákvæðisins ætti við gæti því þurft að líta til þess hvort umbúnaður og frágangur við umferðarmannvirki gæfi nægilega skýrt til kynna afmörkun milli þeirra svæða sem ætluð væru fyrir umferð og stöðu bifreiða og þeirra svæða þar sem þeim mætti ekki leggja. Þá gæti að síðustu þurft að hafa í huga þá meginreglu að í eignarrétti fælist réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstöfunar hlutar að svo miklu leyti sem ekki væru gerðar gerðar á því sérstakar takmarkanir, svo sem með lögum. Mælti það gegn rýmkandi skýringu ákvæðisins á þá leið að það gæti tekið til svæða utan vegar af þeirri ástæðu einni að þau væru ekki sérstaklega skilgreind eða sérstaklega merkt sem bifreiðastæði af stjórnvöldum. Til þess fallin að valda óþægindum Umboðsmaður hafi talið það ekki geta ráðið úrslitum málsins hvort hinn hellulagði flötur hefði verið útbúinn í andstöðu við reglur um mannvirki, en af gögnum málsins yrði nægilega ráðið að flöturinn væri skýrlega aðgreindur frá bæði götu og gangstétt sem lægju upp að lóðinni. Hins vegar hafi hann ekki talið unnt að horfa fram hjá því að á götunni fyrir framan innkeyrslu að fletinum væri gert ráð fyrir bifreiðastæðum til almenningsnota. Þá yrði nægilega ráðið af gögnum málsins að ekki væri unnt að leggja ökutæki á hinum hellulagða fleti án þess að farið væri í gegnum þessa innkeyrslu og þar með bifreiðastæði til almenningsnota. Niðurstaða Umboðsmanns hafi verið að lagning bifreiðar á umræddum stað hefði verið til þess fallin að valda óþægindum fyrir aðra umferð, það er lagningu ökutækja á hægri vegarhelmingi fyrir framan innkeyrsluna að hinum hellulagða fleti. Að því virtu hafi hann talið sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Bílastæðasjóðs að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í andstöðu við fyrirmæli umferðarlaga. Bílastæði Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í áliti Umboðsmanns, sem birt var í dag, segir að ákvörðun Bílastæðasjóðs hafi verið byggð á ákvæði umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um að ekki megi stöðva eða leggja skráningarskyldu ökutæki á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja. Kvörtun mannsins til Umboðsmanns hafi meðal annars lotið að því að ákvörðun Bílastæðasjóðs rúmaðist ekki innan gildissviðs umferðarlaga og samræmdist ekki ákvæðum laganna að öðru leyti. Lögin gildi líka inni á lóðum Í reifun á vef Umboðsmanns segir að hann hafi talið ákvæði umferðarlaga gilda um umferð ökutækja á lóðum, eftir því sem við ætti. Hann hafi talið að við úrlausn á því hvort ökutæki hefði verið stöðvað eða lagt í andstöðu við téð ákvæði umferðarlaga yrði að fara fram heildstætt og atviksbundið mat. Væri horft til markmiða og annarra ákvæða laganna væri ljóst að við það mat bæri meðal annars að horfa til þess hvort staða bifreiðarinnar ylli í reynd hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra umferð. Þessu til viðbótar yrði að líta til þess að ákvörðun um álagningu stöðubrotsgjalds fæli í sér beitingu stjórnsýsluviðurlaga og væri þannig í eðli sínu íþyngjandi, en af því leiddi meðal annars að vafa um hvort háttsemi félli undir brotalýsingu ákvæðisins bæri að túlka aðila í hag. Við mat á því hvort bannregla ákvæðisins ætti við gæti því þurft að líta til þess hvort umbúnaður og frágangur við umferðarmannvirki gæfi nægilega skýrt til kynna afmörkun milli þeirra svæða sem ætluð væru fyrir umferð og stöðu bifreiða og þeirra svæða þar sem þeim mætti ekki leggja. Þá gæti að síðustu þurft að hafa í huga þá meginreglu að í eignarrétti fælist réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstöfunar hlutar að svo miklu leyti sem ekki væru gerðar gerðar á því sérstakar takmarkanir, svo sem með lögum. Mælti það gegn rýmkandi skýringu ákvæðisins á þá leið að það gæti tekið til svæða utan vegar af þeirri ástæðu einni að þau væru ekki sérstaklega skilgreind eða sérstaklega merkt sem bifreiðastæði af stjórnvöldum. Til þess fallin að valda óþægindum Umboðsmaður hafi talið það ekki geta ráðið úrslitum málsins hvort hinn hellulagði flötur hefði verið útbúinn í andstöðu við reglur um mannvirki, en af gögnum málsins yrði nægilega ráðið að flöturinn væri skýrlega aðgreindur frá bæði götu og gangstétt sem lægju upp að lóðinni. Hins vegar hafi hann ekki talið unnt að horfa fram hjá því að á götunni fyrir framan innkeyrslu að fletinum væri gert ráð fyrir bifreiðastæðum til almenningsnota. Þá yrði nægilega ráðið af gögnum málsins að ekki væri unnt að leggja ökutæki á hinum hellulagða fleti án þess að farið væri í gegnum þessa innkeyrslu og þar með bifreiðastæði til almenningsnota. Niðurstaða Umboðsmanns hafi verið að lagning bifreiðar á umræddum stað hefði verið til þess fallin að valda óþægindum fyrir aðra umferð, það er lagningu ökutækja á hægri vegarhelmingi fyrir framan innkeyrsluna að hinum hellulagða fleti. Að því virtu hafi hann talið sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Bílastæðasjóðs að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í andstöðu við fyrirmæli umferðarlaga.
Bílastæði Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira