Greitt fyrir aðgengi andstæðinga þungunarrofs inn á heilbrigðismiðstöðvar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2024 07:11 „Veljum lífið“ var yfirskrift mótmælagöngu sem farin var í Róm í fyrra, þar sem fólk hélt meðal annars á skiltum þar sem sagði að þungunarrof jafngilti barnsmorði. epa/Massimo Percossi Neðri deild ítalska þingsins samþykkti í gær frumvarp ríkisstjórnar Giorgiu Meloni sem meðal annars heimilar andstæðingum þungunarrofs aðgengi að heilbrigðismiðstöðvum þar sem veittar eru upplýsingar um þjónustuna. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deild þingsins. Hægri flokkar á Ítalíu hafa unnið að því síðustu misseri að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs og í sumum héruðum hefur aðgengi að þungunarrofslyfjum verið takmarkað. Þungunarrof var gert löglegt árið 1978. Meloni hefur heitið því að umræddum lögum verði ekki breytt en samkvæmt umfjöllun Guardian er að verða sífellt erfiðara að nálgast þjónustuna, þar sem mikill fjöldi lækna neitar að framkvæma þungunarrof af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum. Samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 neita um 63 prósent kvensjúkdómalækna að framkvæma þungunarrof. Aðstoðarforsætisráðherrann Antonio Tajani segir að þrátt fyrir að það standi ekki til að breyta lögunum um þungunarrof megi ekki gera það ólöglegt að vera á móti þeim. Stjórnarandstæðingar segja lögin um aðgengi andstæðinga þungunarrofs að heilbrigðismiðstöðvunum hins vegar árás gegn frelsi kvenna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu sagði Jacopo Coghe, talsmaður Pro Vita, sem eru stærstu samtök andstæðinga þungunarrofs, að samtökin hefðu ekki í hyggju að standa fyrir því að farið væri inn á umræddar heilbrigðismiðstöðvar. Þær ættu hins vegar að snúa sér að upprunalegum tilgangi sínum; að aðstoða konur við að finna önnur úrræði en þungunarrof. Ítalía Þungunarrof Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deild þingsins. Hægri flokkar á Ítalíu hafa unnið að því síðustu misseri að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs og í sumum héruðum hefur aðgengi að þungunarrofslyfjum verið takmarkað. Þungunarrof var gert löglegt árið 1978. Meloni hefur heitið því að umræddum lögum verði ekki breytt en samkvæmt umfjöllun Guardian er að verða sífellt erfiðara að nálgast þjónustuna, þar sem mikill fjöldi lækna neitar að framkvæma þungunarrof af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum. Samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 neita um 63 prósent kvensjúkdómalækna að framkvæma þungunarrof. Aðstoðarforsætisráðherrann Antonio Tajani segir að þrátt fyrir að það standi ekki til að breyta lögunum um þungunarrof megi ekki gera það ólöglegt að vera á móti þeim. Stjórnarandstæðingar segja lögin um aðgengi andstæðinga þungunarrofs að heilbrigðismiðstöðvunum hins vegar árás gegn frelsi kvenna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu sagði Jacopo Coghe, talsmaður Pro Vita, sem eru stærstu samtök andstæðinga þungunarrofs, að samtökin hefðu ekki í hyggju að standa fyrir því að farið væri inn á umræddar heilbrigðismiðstöðvar. Þær ættu hins vegar að snúa sér að upprunalegum tilgangi sínum; að aðstoða konur við að finna önnur úrræði en þungunarrof.
Ítalía Þungunarrof Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira