Skortur á möguleikanum á dánaraðstoð leiðir til þess að fólk tekur eigið líf Ingrid Kuhlman skrifar 18. apríl 2024 08:00 Nýverið birti Anton Sveinn McKee hjartnæma og persónulega grein á visir.is um örlög föður síns, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum MND auk þess að vera til viðtals í þættinum Ísland í dag. Faðir hans tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt af sjálfsdáðum eftir að hafa hrakað mikið á skömmum tíma. Anton lýsir líðan sinni: „Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“ Skortur á valkostum Þegar deyjandi einstaklingar hafa ekki möguleika á að taka upplýsta og sjálfráða ákvörðun um eigin endalok, grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands, eða Office for National Statistics, taka árlega á bilinu 300 til 650 dauðvona einstaklingar í Bretlandi eigið líf. Á milli 3,000 til 6,500 deyjandi einstaklingar gera tilraun til þess. Áhrifin á viðkomandi, aðstandendur þeirra og aðra eru djúpstæð, eins og kemur fram í grein Antons: „Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár.“ Minni sorg eftir dánaraðstoð Í greininni leggur Anton áherslu á mikilvægi mannúðar og virðingar í garð einstaklinga sem þjást af ólæknandi sjúkdómum og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu með því að veita þeim möguleikann á dánaraðstoð. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur upplifa almennt minni sorg eftir dánaraðstoð. Í tímaritinu Journal of Pain and Syptom Management var birt grein árið 2016 sem fjallaði um áhrif dánaraðstoðar á sorg og sálarangist aðstandenda. Rannsóknin skoðaði muninn á sorg og sálarástand aðstandenda þeirra sem fengu dánaraðstoð og þeirra sem misstu ástvini af náttúrulegum orsökum. Niðurstöður sýndu að aðstandendur þeirra sem fengu dánaraðstoð upplifðu almennt minni sálarangist og voru líklegra til að jafna sig fyrr. Þessi hópur gat betur undirbúið sig fyrir andlát ástvinar og notið þess tíma sem eftir var á meðvitaðan og markvissan hátt, sem reyndist vera mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Rannsókn sem framkvæmd var í Kanada og Hollandi sýndi fram á að nánustu aðstandendur krabbameinssjúklinga sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu en aðstandendur krabbameinssjúklinga sem dóu náttúrulegum dauða. Aðstandendur fundu huggun í því að ástvinur þeirra hafði haft stjórn á eigin lífslokum og dáið á þeim forsendum sem hann kaus. Þeir upplifðu ákveðið öryggi í því að vita að ástvinur þeirra þyrfti ekki að þjást óþarflega og töldu það vera lykilþátt í sorgarferlinu að hafa getað verið viðstaddir dánarstundina og kvatt ástvininn. Þeir sögðu einnig að ferlið í kringum dánaraðstoðina hefði verið þroskandi og þeir upplifðu þakklæti. Margir nefndu mikilvægi þess að hafa getað rætt opinskátt um tilfinningar sínar og dauðann við ástvininn en það auðveldaði mörgum að sætta sig við og undirbúa sig fyrir yfirvofandi andlát. Sumir lýstu þakklæti fyrir tækifærið til að leysa úr ágreiningi eða rifja upp dýrmætar minningar. Þó að fólk upplifi vitaskuld sorg og söknuð við ástvinamissi, er mikilvægt að dauðdaginn sé eins þjáningarlaus og með eins mikilli mannlegri reisn og hugsast getur. Að eiga val um dánaraðstoð Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að deyjandi einstaklingar sem kjósa dánaraðstoð líta ekki á dauðann sem markmið í sjálfu sér heldur sem úrræði til að losna undan óbærilegum þjáningum þegar engin von er um bata. Þeir vilja ekki deyja en treysta sér ekki til að lifa lengur. Anton veltir upp þýðingarmikilli spurningu í grein sinni: „Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annað blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum?“ Við hjá Lífsvirðingu tökum heilshugar undir þess orð Antons og hvetjum til þess að frumvarp um dánaraðstoð verði samþykkt. Yfir 200 milljónir manna í 16 löndum um allan heim hafa nú þegar möguleika á dánaraðstoð. Hvenær mun Ísland taka þetta mikilvæga skref? Höfundur er formaður Lífsviðringar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Tengdar fréttir Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. 9. apríl 2024 12:01 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti Anton Sveinn McKee hjartnæma og persónulega grein á visir.is um örlög föður síns, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum MND auk þess að vera til viðtals í þættinum Ísland í dag. Faðir hans tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt af sjálfsdáðum eftir að hafa hrakað mikið á skömmum tíma. Anton lýsir líðan sinni: „Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“ Skortur á valkostum Þegar deyjandi einstaklingar hafa ekki möguleika á að taka upplýsta og sjálfráða ákvörðun um eigin endalok, grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands, eða Office for National Statistics, taka árlega á bilinu 300 til 650 dauðvona einstaklingar í Bretlandi eigið líf. Á milli 3,000 til 6,500 deyjandi einstaklingar gera tilraun til þess. Áhrifin á viðkomandi, aðstandendur þeirra og aðra eru djúpstæð, eins og kemur fram í grein Antons: „Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár.“ Minni sorg eftir dánaraðstoð Í greininni leggur Anton áherslu á mikilvægi mannúðar og virðingar í garð einstaklinga sem þjást af ólæknandi sjúkdómum og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu með því að veita þeim möguleikann á dánaraðstoð. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur upplifa almennt minni sorg eftir dánaraðstoð. Í tímaritinu Journal of Pain and Syptom Management var birt grein árið 2016 sem fjallaði um áhrif dánaraðstoðar á sorg og sálarangist aðstandenda. Rannsóknin skoðaði muninn á sorg og sálarástand aðstandenda þeirra sem fengu dánaraðstoð og þeirra sem misstu ástvini af náttúrulegum orsökum. Niðurstöður sýndu að aðstandendur þeirra sem fengu dánaraðstoð upplifðu almennt minni sálarangist og voru líklegra til að jafna sig fyrr. Þessi hópur gat betur undirbúið sig fyrir andlát ástvinar og notið þess tíma sem eftir var á meðvitaðan og markvissan hátt, sem reyndist vera mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Rannsókn sem framkvæmd var í Kanada og Hollandi sýndi fram á að nánustu aðstandendur krabbameinssjúklinga sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu en aðstandendur krabbameinssjúklinga sem dóu náttúrulegum dauða. Aðstandendur fundu huggun í því að ástvinur þeirra hafði haft stjórn á eigin lífslokum og dáið á þeim forsendum sem hann kaus. Þeir upplifðu ákveðið öryggi í því að vita að ástvinur þeirra þyrfti ekki að þjást óþarflega og töldu það vera lykilþátt í sorgarferlinu að hafa getað verið viðstaddir dánarstundina og kvatt ástvininn. Þeir sögðu einnig að ferlið í kringum dánaraðstoðina hefði verið þroskandi og þeir upplifðu þakklæti. Margir nefndu mikilvægi þess að hafa getað rætt opinskátt um tilfinningar sínar og dauðann við ástvininn en það auðveldaði mörgum að sætta sig við og undirbúa sig fyrir yfirvofandi andlát. Sumir lýstu þakklæti fyrir tækifærið til að leysa úr ágreiningi eða rifja upp dýrmætar minningar. Þó að fólk upplifi vitaskuld sorg og söknuð við ástvinamissi, er mikilvægt að dauðdaginn sé eins þjáningarlaus og með eins mikilli mannlegri reisn og hugsast getur. Að eiga val um dánaraðstoð Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að deyjandi einstaklingar sem kjósa dánaraðstoð líta ekki á dauðann sem markmið í sjálfu sér heldur sem úrræði til að losna undan óbærilegum þjáningum þegar engin von er um bata. Þeir vilja ekki deyja en treysta sér ekki til að lifa lengur. Anton veltir upp þýðingarmikilli spurningu í grein sinni: „Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annað blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum?“ Við hjá Lífsvirðingu tökum heilshugar undir þess orð Antons og hvetjum til þess að frumvarp um dánaraðstoð verði samþykkt. Yfir 200 milljónir manna í 16 löndum um allan heim hafa nú þegar möguleika á dánaraðstoð. Hvenær mun Ísland taka þetta mikilvæga skref? Höfundur er formaður Lífsviðringar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð.
Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. 9. apríl 2024 12:01
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun