Klopp ætlar rifja upp frægu Barcelona ræðu sína í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:31 Jürgen Klopp og félagar þurfa hálfgert kraftaverk í kvöld ætli þeir að komast áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar. AP/Jon Super Liverpool er í mjög slæmri stöðu fyrir seinni leik sinn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 3-0 tap á móti Atalanta í fyrri leiknum á Anfield. Seinni leikurinn er í kvöld. Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira