Markadrottningin mun ná þrettán árum hjá franska félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 17:46 Ada Hegerberg hefur spilað með Olympique Lyon frá 2014 og er þegar búin að skora 264 mörk fyrir franska félagið. Getty/Alex Pantling Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg hefur skrifað undir nýjan samning við franska félagið Lyon en nýi samningurinn nær til sumarsins 2027. Núgildandi samningur Hegerberg var að renna út í sumar og það var vitað af því að umboðsmaður Hegerberg væri að ræða við önnur félög. Hegerberg var meðal annars orðuð við Evrópumeistara Barcelona en ákvað að lokum að semja aftur við franska félagið. pic.twitter.com/c0cvrdAwG0— OL Féminin (@OLfeminin) April 18, 2024 Þessi 28 ára gamli framherji hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 264 mörk í 244 leikjum með félaginu. Nýi samningurinn þýðir að hún mun ná að spila í þrettán ár með franska félaginu en það er mjög sérstakt að erlendur leikmaður nái að gera slíkt hjá eina og sama félaginu. Hegerberg hefur unnið fjölmarga titla með Lyon, hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum, franska titilinn átta sinnum og franska bikarinn sex sinnum. Á þessu tímabili hefur Hegerberg skorað 24 mörk í 26 leikjum. Ada Hegerberg Signs Extension with Lyon The first-ever Women's Ballon d'Or winner has been with Lyon for 10 years, and just signed an extension that will keep her there until 2027 8 French league titles, 6 Champions League Trophies and a Ballon d'Or for Ada since 2014 pic.twitter.com/xC7lLaF2bY— The Women's Game (@WomensGameMIB) April 17, 2024 „Ég er svo ánægð að við gátum gengið frá þessu. Öll sagan hefur ekki verið skrifuð,“ sagði Hegerberg í fréttatilkynningu. „Ég trúi því virkilega að við höfum hér lið sem getur unnið fleiri titla á komandi árum og að við höfum þann stuðning sem þarf til að halda liðinu við toppinn,“ sagði Hegerberg. Hegerberg var árið 2018 fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn. Hún hefur skorað 47 mörk í 81 landsleik fyrir Noreg en áður hún kom til Lyon spilaði Hegerberg í eitt tímabil með þýska félaginu Turbine Potsdam. Vous pensiez vraiment qu'elle allait partir !? pic.twitter.com/S3Euj6j5SU— OL Féminin (@OLfeminin) April 17, 2024 Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Núgildandi samningur Hegerberg var að renna út í sumar og það var vitað af því að umboðsmaður Hegerberg væri að ræða við önnur félög. Hegerberg var meðal annars orðuð við Evrópumeistara Barcelona en ákvað að lokum að semja aftur við franska félagið. pic.twitter.com/c0cvrdAwG0— OL Féminin (@OLfeminin) April 18, 2024 Þessi 28 ára gamli framherji hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 264 mörk í 244 leikjum með félaginu. Nýi samningurinn þýðir að hún mun ná að spila í þrettán ár með franska félaginu en það er mjög sérstakt að erlendur leikmaður nái að gera slíkt hjá eina og sama félaginu. Hegerberg hefur unnið fjölmarga titla með Lyon, hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum, franska titilinn átta sinnum og franska bikarinn sex sinnum. Á þessu tímabili hefur Hegerberg skorað 24 mörk í 26 leikjum. Ada Hegerberg Signs Extension with Lyon The first-ever Women's Ballon d'Or winner has been with Lyon for 10 years, and just signed an extension that will keep her there until 2027 8 French league titles, 6 Champions League Trophies and a Ballon d'Or for Ada since 2014 pic.twitter.com/xC7lLaF2bY— The Women's Game (@WomensGameMIB) April 17, 2024 „Ég er svo ánægð að við gátum gengið frá þessu. Öll sagan hefur ekki verið skrifuð,“ sagði Hegerberg í fréttatilkynningu. „Ég trúi því virkilega að við höfum hér lið sem getur unnið fleiri titla á komandi árum og að við höfum þann stuðning sem þarf til að halda liðinu við toppinn,“ sagði Hegerberg. Hegerberg var árið 2018 fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn. Hún hefur skorað 47 mörk í 81 landsleik fyrir Noreg en áður hún kom til Lyon spilaði Hegerberg í eitt tímabil með þýska félaginu Turbine Potsdam. Vous pensiez vraiment qu'elle allait partir !? pic.twitter.com/S3Euj6j5SU— OL Féminin (@OLfeminin) April 17, 2024
Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira