Hvað viltu meira? „Góð aðventa með handbolta og skíðum“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 19. apríl 2024 07:00 Þórey Rósa vill að Íslendingar slái tvær flugur í einu höggi þegar EM kvenna í handbolta fer fram síðar á þessu ári. EPA-EFE/Beate Oma Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu. Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti