Lille komst 2-0 yfir þar sem Hákon Arnar Haraldsson lagði upp síðara markið. Það hefði dugað liðinu til að komast í undanúrslit en Matty Cash minnkaði muninn í 2-1 og jafnaði metin í einvíginu í 3-3.
Þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.
„Ég er stoltur af leikmönnum mínum og stoltur af því sem við áorkuðum í leikjunum tveimur. Allir eru sammála mér þegar ég segi að við höfum átt skilið að fara áfram en svona er fótbolti. Þeir voru betri en við í vítaspyrnukeppninni, við þurfum að sætta okkur við það.“
„Ég hef ekki séð mög lið spila eins og við gerðum á móti Villa, ekki einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Við vorum með algjöra yfirburði í báðum leikjum og sköpuðum urmul af góðum færum. Í dag unnum við leikinn og ég tel að það hefði verið erfitt að gera betur.“