Sakaður um fjölda afbrota: Ungar stúlkur einar heima urðu skelkaðar þegar hann ruddist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 10:23 Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald mannsins. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um fjölda afbrota þarf að dúsa í gæsluvarðhaldi þangað til þann þrettánda maí næstkomandi. Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans. Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans.
Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira