Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 12:30 Leikaraslagur: Brian Cox telur sjálfan sig hafa getað staðið sig betur en Joaquin Phoenix. EPA Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein