Af hverju Helgu Þórisdóttur? Haukur Arnþórsson skrifar 19. apríl 2024 13:02 Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Upplýsingatæknin og líftæknin opna tækifæri og skapa ógnir sem lítið eru ræddar á innlendum vettvangi; málefni sem Helga fylgist vel með. Hún er merkisberi persónuverndar og mannréttinda og hluti af evrópskri hreyfingu sem vill auka jákvæð áhrif nýrrar framþróunar. Hreyfingin og evrópsku reglurnar, sem ná til fjölmargra sviða, m.a. viðskipta, er eina haldbæra svar mannkynsins gegn hættunum sem fylgja nýrri tækni – en notkun hennar beinist víða að eftirliti með almenningi og jafnvel inngripum í líf hans. Fáar eftirlitsstofnanir hafa breytt eins miklu fyrir almenning og Persónuvernd. Á meðan líf hvers og eins er yfirvöldum sums staðar opin bók búum við Íslendingar við öryggi um okkar eigin málefni. „Það skiptir máli hver stjórnar“ segja stjórnmálamennirnir, og það sama á við um opinbera embættismenn. Helga hefur verið staðföst og óhrædd við að móta hvernig framþróunin kemur við okkur. Það hefur verið gaman að sjá hvernig einn embættismaður með leiðtogahæfileika hefur leitt okkur með siðferðisstyrk sínum – okkur sem greinilega höfum verið óafvitandi um þetta og álitið að mannréttindi féllu í okkar hlut án beitingu jákvæðs opinbers valds – og við hljótum að íhuga að sömu hæfileikar eigi vel heima á Bessastöðum. Þar sem reynir á staðfestu gagnvart vinstri og hægri og vald á grundvelli siðmenningar. Frægðarljómi frambjóðendanna hefur mótað skoðanakannanir hingað til. En kannski má líta dýpra. Ég vona að eiginleikar og störf þeirra eigi eftir að fá hærri sess í umræðunni. Við ætlum það vori á morgun og viðjarnar falli. Að meðmæli berist af torgum að þjóðin kalli. Eftir Helgu að hæstu borgum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Upplýsingatæknin og líftæknin opna tækifæri og skapa ógnir sem lítið eru ræddar á innlendum vettvangi; málefni sem Helga fylgist vel með. Hún er merkisberi persónuverndar og mannréttinda og hluti af evrópskri hreyfingu sem vill auka jákvæð áhrif nýrrar framþróunar. Hreyfingin og evrópsku reglurnar, sem ná til fjölmargra sviða, m.a. viðskipta, er eina haldbæra svar mannkynsins gegn hættunum sem fylgja nýrri tækni – en notkun hennar beinist víða að eftirliti með almenningi og jafnvel inngripum í líf hans. Fáar eftirlitsstofnanir hafa breytt eins miklu fyrir almenning og Persónuvernd. Á meðan líf hvers og eins er yfirvöldum sums staðar opin bók búum við Íslendingar við öryggi um okkar eigin málefni. „Það skiptir máli hver stjórnar“ segja stjórnmálamennirnir, og það sama á við um opinbera embættismenn. Helga hefur verið staðföst og óhrædd við að móta hvernig framþróunin kemur við okkur. Það hefur verið gaman að sjá hvernig einn embættismaður með leiðtogahæfileika hefur leitt okkur með siðferðisstyrk sínum – okkur sem greinilega höfum verið óafvitandi um þetta og álitið að mannréttindi féllu í okkar hlut án beitingu jákvæðs opinbers valds – og við hljótum að íhuga að sömu hæfileikar eigi vel heima á Bessastöðum. Þar sem reynir á staðfestu gagnvart vinstri og hægri og vald á grundvelli siðmenningar. Frægðarljómi frambjóðendanna hefur mótað skoðanakannanir hingað til. En kannski má líta dýpra. Ég vona að eiginleikar og störf þeirra eigi eftir að fá hærri sess í umræðunni. Við ætlum það vori á morgun og viðjarnar falli. Að meðmæli berist af torgum að þjóðin kalli. Eftir Helgu að hæstu borgum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun