Chris Sutton, knattspyrnusérfræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, spáði um úrslit í undanúrslitaleik Coventry og Manchester United. Liðið sem vinnur mætir Manchester City í úrslitaleiknum.
„Það er skrfað í skýin að knattspyrnustjórinn Mark Robins fagni sigri á móti sínu gamla félagi,“ sagði Sutton.
„Gamli liðsfélaginn minn úr Norwich skoraði sigurmark fyrir Manchester United í enska bikarnum 1990 sem bjargaði starfi Sir Alex Ferguson. Núna held ég að hann muni ýta Erik ten Hag nær úrgöngudyrunum,“ sagði Sutton.
Umræddur Mark Robins tryggði United sigur í þriðju umferð ensku bikarsins 1990 þegar Ferguson var orðinn mjög valtur í sessi. United fór síðan alla leið og vann enska bikarinn þetta sama vor og svo Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Þremur árum síðan hófst síðan ótrúleg sigurganga United mann í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Sir Alex.
„United ætti að vinna þægilegan sigur á Coventry en þeim hefur skort stöðugleika allt tímabilið og ég hef ekki trú á því að þeir finni hann núna,“ sagði Sutton.
„Ég ætla að leyfa mér að dreyma aðeins hérna. Ég á góðar minningar frá bikarúrslitaleiknum 1987 þegar skutluskalli Keith Houchen hjálpaði Coventry að vinna Tottenham og taka bikarinn. Þetta er yrði þvílíkur dagur fyrir félagið ef þeir vinna þennan leik,“ sagði Sutton.
Undanúrslitaleikur Manchester United og Coventry City hefst klukkan 14.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 14.00.