Engin rúta í Víkina í kvöld: „Held að það hafi bara verið þetta eina skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2024 11:45 Úr leik Víkings og Blika í fyrra. Búast má við hitaleik en Blikar koma sér þó sjálfir á svæðið og mæta í klefann, annað en í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur og Breiðablik, eigast við í stórleik dagsins í Bestu deild karla klukkan 19:15. Heilmargt hefur gengið á í viðureignum liðanna síðustu ár og má búast við mikilli skemmtun. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira