„Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. apríl 2024 11:45 Vatn við Bárðarbungu. vísir/RAX Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftinn mældist klukkan rúmlega tuttugu mínútur í sjö þegar landsmenn voru flestir við fasta svefn. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, sá stærsti 2,5 að stærð. Hildur María Friðriksdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Hann var 5,4 sem er stærsti skjálfri sem hefur mælst frá umbrotunum árið 2014 til 2015 þegar gaus í Holuhrauni þannig þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur og gæti verið upphafið að löngu ferli.“ Ferli sem getur tekið nokkur ár. Ekki er talið nauðsynlegt að auka vöktun á svæðinu enda er hún töluverð. Skjálftinn sem mældist í morgun fannst lítillega í flestum landshlutum. En ef það fer allt af stað, hvernig gos verður í Bárðarbungu? „Það gæti náttúrulega verið annað gos eins og í Holuhrauni, hraungos, þar sem kvikugangur fer af stað og það gýs þarna frá eldstöðinni en svo er alltaf möguleiki að það gjósi í eldstöðinni sjálfri og þá gæti komið sprengigos, líkt og hefur komið í Grímsvötnum.“ Virkni eykst á svæðinu Hún telur mjög ólíklegt að eitthvað gerist á næstunni. Engin hrina sé á svæðinu. „Við erum bara að sjá núna að það hefur frá því í febrúar aukist jarðskjálftavirknin og hún er enn að aukast á svæðinu. Sömuleiðis sjáum við smá breytingu í jarðskorpuhreyfingum sem byrjaði reyndar snemma í fyrra þannig hún er hægt og rólega að taka við sér og vakna til lífsins eftir síðustu umbrot. En eins og ég segi gæti þetta verið upphafið að mjög löngu ferli,“ sagði Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Jarðskjálftinn mældist klukkan rúmlega tuttugu mínútur í sjö þegar landsmenn voru flestir við fasta svefn. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, sá stærsti 2,5 að stærð. Hildur María Friðriksdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Hann var 5,4 sem er stærsti skjálfri sem hefur mælst frá umbrotunum árið 2014 til 2015 þegar gaus í Holuhrauni þannig þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur og gæti verið upphafið að löngu ferli.“ Ferli sem getur tekið nokkur ár. Ekki er talið nauðsynlegt að auka vöktun á svæðinu enda er hún töluverð. Skjálftinn sem mældist í morgun fannst lítillega í flestum landshlutum. En ef það fer allt af stað, hvernig gos verður í Bárðarbungu? „Það gæti náttúrulega verið annað gos eins og í Holuhrauni, hraungos, þar sem kvikugangur fer af stað og það gýs þarna frá eldstöðinni en svo er alltaf möguleiki að það gjósi í eldstöðinni sjálfri og þá gæti komið sprengigos, líkt og hefur komið í Grímsvötnum.“ Virkni eykst á svæðinu Hún telur mjög ólíklegt að eitthvað gerist á næstunni. Engin hrina sé á svæðinu. „Við erum bara að sjá núna að það hefur frá því í febrúar aukist jarðskjálftavirknin og hún er enn að aukast á svæðinu. Sömuleiðis sjáum við smá breytingu í jarðskorpuhreyfingum sem byrjaði reyndar snemma í fyrra þannig hún er hægt og rólega að taka við sér og vakna til lífsins eftir síðustu umbrot. En eins og ég segi gæti þetta verið upphafið að mjög löngu ferli,“ sagði Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira