Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 13:03 Þóra Gísladóttir, rekstrarstjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum með einn af lundunum, sem var fluttur út nú í byrjun apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. Lundamálið í Vestmannaeyjum snýst um sædýrasafnið Sea Life Trust í Vestmannaeyjum, sem er meðal annars athvarf fyrir slasaða lunda en nú er svo komið að það er ekki pláss fyrir fleiri slíka lunda því nú styttist í að pysjutímabilið hefjist og þá er von á eitthvað af slösuðum lundum á safnið og því var ákveðið að flytja 10 lunda á sams konar safn í Cornwall í Englandi. Þóra Gísladóttir er rekstrarstjóri safnsins í Vestmannaeyjum og veit allt um málið. „Já, það voru heldur betur stórtíðindi því að í fyrsta sinni þá voru fluttir lundar héðan frá Íslandi, frá Vestmannaeyjum alla leið til Englands í lítinn smábæ syðst í Englandi. Við vorum komin með 15 lunda en allir lundarnir, sem við erum með eru lundar, sem eiga aldrei aftur eftir að geta spjarað sig úti. Þeir eru allir með einhvers konar veikindi og margir eru með augnmeiðsli,” segir Þóra og bætir við. „Og þar sem við vorum komin með of mikið, eða við vorum sem sagt búin að fylla kvótann í safninu og höfðum ekki pláss fyrir fleiri og lundapysjutímabilið er fram undan.” Þóra segir að fuglarnir hafi verið fluttir í búrum með flugvél frá Icelandair til Englands og allt hafi gengið vel og að fuglarnir njóti sín vel í nýjum heimkynnum. „Selaathvarfið í Englandi, sem við vinnum svo mikið með var tilbúið að taka þá að sér,” segir Þóra hæstánægð. Fuglarnir voru fluttir út í sérstökum búrum í flugvél frá Icelandair.Aðsend Þannig að það er hafin útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum? „Já, já, það má kannski segja það. Það er alveg áberandi hvað þeim líður vel þarna úti, sem er alveg frábært.” Mjög vel fer um lundana í selaathvarfinu á Englandi.Aðsend Vestmannaeyjar Fuglar England Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Lundamálið í Vestmannaeyjum snýst um sædýrasafnið Sea Life Trust í Vestmannaeyjum, sem er meðal annars athvarf fyrir slasaða lunda en nú er svo komið að það er ekki pláss fyrir fleiri slíka lunda því nú styttist í að pysjutímabilið hefjist og þá er von á eitthvað af slösuðum lundum á safnið og því var ákveðið að flytja 10 lunda á sams konar safn í Cornwall í Englandi. Þóra Gísladóttir er rekstrarstjóri safnsins í Vestmannaeyjum og veit allt um málið. „Já, það voru heldur betur stórtíðindi því að í fyrsta sinni þá voru fluttir lundar héðan frá Íslandi, frá Vestmannaeyjum alla leið til Englands í lítinn smábæ syðst í Englandi. Við vorum komin með 15 lunda en allir lundarnir, sem við erum með eru lundar, sem eiga aldrei aftur eftir að geta spjarað sig úti. Þeir eru allir með einhvers konar veikindi og margir eru með augnmeiðsli,” segir Þóra og bætir við. „Og þar sem við vorum komin með of mikið, eða við vorum sem sagt búin að fylla kvótann í safninu og höfðum ekki pláss fyrir fleiri og lundapysjutímabilið er fram undan.” Þóra segir að fuglarnir hafi verið fluttir í búrum með flugvél frá Icelandair til Englands og allt hafi gengið vel og að fuglarnir njóti sín vel í nýjum heimkynnum. „Selaathvarfið í Englandi, sem við vinnum svo mikið með var tilbúið að taka þá að sér,” segir Þóra hæstánægð. Fuglarnir voru fluttir út í sérstökum búrum í flugvél frá Icelandair.Aðsend Þannig að það er hafin útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum? „Já, já, það má kannski segja það. Það er alveg áberandi hvað þeim líður vel þarna úti, sem er alveg frábært.” Mjög vel fer um lundana í selaathvarfinu á Englandi.Aðsend
Vestmannaeyjar Fuglar England Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira