Höörs vann fyrsta leik einvígisins 30-27 á heimavelli sínum en í dag var spilað á heimavelli Skara.
Skara stelpurnar voru frábærar í fyrri hálfleiknum sem þær unnu 16-8 en enduðu að vinna leikinn með fjórum mörkum, 28-24, eftir smá spennu í lokin.
Staðan er því 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslitin.
Aldís Ásta var næstmarkahæst í liði Skara með sex mörk en Sara Johansson skoraði sjö mörk. Melanie Felber skoraði líka sex mörk. Jóhanna komst ekki á blað.
Aldís Ásta sérstaklega öflug í fyrri hálfleiknum þar sem hún skoraði fjögur af mörkum sínum.