Lögregla var einnig kölluð til vegna „heimilisófriðar“ í póstnúmerinu 102 og var einn vistaður í fangageymslu. Þá voru þrír handteknir vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 113.
Lögreglu bárust einnig tilkynningar um slagsmál á skemmtistað, ölvaðan einstakling á hóteli og innbrot í bifreið í miðborginni. Þá var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi á hóteli í póstnúmerinu 105 og var sá vistaður í fangageymslu.