Ríki heims verja metupphæðum til hermála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 07:14 Útgjöld Ísraelsmanna jukust um 24 prósent, aðallega vegna stríðsins við Hamas. AP/Ohad Zwigenberg Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. Þetta segir í nýrri skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (Sipri) en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgjöld aukast á öllum svæðum; í Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Nan Tian, sérfræðingur hjá Sipri, segir hina fordæmalausu aukningu mega rekja til aukins óstöðugleika, sem hefur grafið undan friði og öryggi. Ríki heims séu nú að forgangsraða hermálum en hætta sé á að það leiði til vítahrings. Bandaríkin og Kína verja langmestum fjármunum til hermála og af heildarupphæðinni má rekja 37 prósent til Bandaríkjanna og 12 prósent til Kína. Bandaríkin juku útgjöld sín til hermála um 2,3 prósent og Kínverjar um 6 prósent. Þá jukust útgjöld Bandaríkjanna til rannsókna, þróunar og tilrauna um 9,4 prósent en Bandaríkjamenn eru sagðir hafa lagt sérstaka áherslu á að standa fremst þegar kemur að tæknilegri framþróun. Rússland, Indland, Sádi Arabía og Bretland fylgja á hæla Bandaríkjanna og Kína. Útgjöld Rússa vegna hernmála jukust um 24 prósent milli 2022 og 2023 og hafa aukist um 57 prósent frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar verja nú 16 prósent af heildarútgjöldum sínum til hermála, eða 5,9 prósent af landsframleiðslunni. Um er að ræða mestu hernaðarútgjöld ríkisins frá falli Sovétríkjanna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Þetta segir í nýrri skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (Sipri) en þetta mun vera í fyrsta sinn sem útgjöld aukast á öllum svæðum; í Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Nan Tian, sérfræðingur hjá Sipri, segir hina fordæmalausu aukningu mega rekja til aukins óstöðugleika, sem hefur grafið undan friði og öryggi. Ríki heims séu nú að forgangsraða hermálum en hætta sé á að það leiði til vítahrings. Bandaríkin og Kína verja langmestum fjármunum til hermála og af heildarupphæðinni má rekja 37 prósent til Bandaríkjanna og 12 prósent til Kína. Bandaríkin juku útgjöld sín til hermála um 2,3 prósent og Kínverjar um 6 prósent. Þá jukust útgjöld Bandaríkjanna til rannsókna, þróunar og tilrauna um 9,4 prósent en Bandaríkjamenn eru sagðir hafa lagt sérstaka áherslu á að standa fremst þegar kemur að tæknilegri framþróun. Rússland, Indland, Sádi Arabía og Bretland fylgja á hæla Bandaríkjanna og Kína. Útgjöld Rússa vegna hernmála jukust um 24 prósent milli 2022 og 2023 og hafa aukist um 57 prósent frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar verja nú 16 prósent af heildarútgjöldum sínum til hermála, eða 5,9 prósent af landsframleiðslunni. Um er að ræða mestu hernaðarútgjöld ríkisins frá falli Sovétríkjanna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira