Forsetakosningar 2024 og fóbía hinsegin fólks: Erum komin í tímavél aftur í tímann? Valerio Gargiulo skrifar 22. apríl 2024 09:01 Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Þó sumir líti á hann sem sanngjarnan, framsækinn og tilvalinn kandítat til forseta, ýta aðrir einstaklingar undir raunverulega andúð á honum vegna kynhneigðar hans. Af þessum sökum var ég að velta fyrir mér raunverulegu umburðarlyndi Íslendinga gagnvart hinsegin fólki. Baldur er þekktur fyrir pólitíska sérþekkingu og hreinskilni um samkynhneigð sína. Herferð hans byggir á gildum um þátttöku, jafnrétti og virðingu fyrir LGBTQ+ réttindum. En þrátt fyrir skuldbindingu sína við jafnara og framsæknara samfélag hefur Baldur þurft að standa frammi fyrir ofbeldisfullri hatursherferð sem dregur ekki aðeins í efa getu hans til að stjórna heldur einnig lögmæti hans sem samkynhneigðs einstaklings. Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins. Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd? Hatursherferðin gegn Baldri sýnir að samkynhneigð og mismunun á grundvelli kynhneigðar er enn til staðar í íslensku samfélagi. Þótt töluverðar framfarir hafi orðið í átt að LGBTQ+ jafnrétti er ljóst að enn er mikið verk óunnið til að útrýma algerlega samkynhneigð og tryggja sanngjarna og virðingarfulla meðferð fyrir alla meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Skoðun: Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Þó sumir líti á hann sem sanngjarnan, framsækinn og tilvalinn kandítat til forseta, ýta aðrir einstaklingar undir raunverulega andúð á honum vegna kynhneigðar hans. Af þessum sökum var ég að velta fyrir mér raunverulegu umburðarlyndi Íslendinga gagnvart hinsegin fólki. Baldur er þekktur fyrir pólitíska sérþekkingu og hreinskilni um samkynhneigð sína. Herferð hans byggir á gildum um þátttöku, jafnrétti og virðingu fyrir LGBTQ+ réttindum. En þrátt fyrir skuldbindingu sína við jafnara og framsæknara samfélag hefur Baldur þurft að standa frammi fyrir ofbeldisfullri hatursherferð sem dregur ekki aðeins í efa getu hans til að stjórna heldur einnig lögmæti hans sem samkynhneigðs einstaklings. Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins. Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd? Hatursherferðin gegn Baldri sýnir að samkynhneigð og mismunun á grundvelli kynhneigðar er enn til staðar í íslensku samfélagi. Þótt töluverðar framfarir hafi orðið í átt að LGBTQ+ jafnrétti er ljóst að enn er mikið verk óunnið til að útrýma algerlega samkynhneigð og tryggja sanngjarna og virðingarfulla meðferð fyrir alla meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun