Baldur í lit Anna Lára Pálsdóttir skrifar 22. apríl 2024 10:30 Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Í umræðu um væntanlegan húsráðanda á Bessastöðum þykir mér þjóðin vænta þess að Baldur hvíti sé í forsetaframboði svona líka hvítskúraður og syndlaus. Að þjóðin haldi að í mannheimum fyrirfinnist frambjóðandi sem aldrei hefur sagt neitt sem hann iðrast, aldrei hefur skipt um skoðun, sýnt mannlegan breyskleika eða gert mistök. Fólk er uppteknara af því að grafa upp brestina og benda á þá en að sjá hvaða mannkostir eru til staðar og hvaða erindi viðkomandi á. Vinur minn, Baldur Þórhallsson, er ekki yfirnáttúrulegur eins og nafni hans hinn hvíti. Baldur Þórhallsson er mennskur og kemur í öllum litum regnbogabrúarinnar Bifrastar. Við Baldur erum jafnaldrar og sveitungar. Ég man fyrst eftir Baldri þegar hann tók á móti hópi Norðmanna sem voru í vinabæjarheimsókn, en fjölskylda mín fór með gestina að skoða Ægissíðuhellana. Baldur, sem var þarna um tólf ára aldurinn, veitti framúrskarandi leiðsögn. Ég man að fullorðna fólkinu í ferðinni var tíðrætt um hversu kotroskinn og fróður strákurinn væri. Við Baldur vorum samferða menntaskólaárin fjögur á Laugarvatni. Hann var feiminn og hógvær strákur sem lét ekki mikið fyrir sér fara, hafði gaman af því að ræða heimsmálin og var alltaf í klossum. Baldur fór á dýptina í samtölum og flestir höfðu ekki vanist jafn mikilli þjóðmálaumræðu og honum var greinilega tamt. Hann hafði ávallt góða nærveru og kom fram við alla af sömu virðingu. Ég veit núna að hann fékk hvorki leyfi né rými til þess að vera hann sjálfur á þessum árum. Hann fékk að blómstra síðar en þurfti sannarlega að vinna fyrir því. Útskriftarárgangurinn okkar úr ML er enn þéttur hópur og við hittumst reglulega. Baldur nýtur óumdeildrar virðingar og væntumþykju í hópnum og við treystum hans dómgreind. Baldur hefur skapað sér sess sem virtur fræðimaður og vinsæll kennari en það er ekki síður yndislegt að fylgjast með fallegu fjölskyldunni hans vaxa og dafna. Samband þeirra hjóna við barnsmæður sínar er aðdáunarvert og til eftirbreytni. Baldur er sveitastrákur og Baldur er heimsborgari. Hann er svolítið eins og Forseti, sonur Baldurs hvíta, svo ég haldi mig nú við goðafræðina. Forseti var goð réttlætis og sátta. Ég veit að Baldur verður framúrskarandi forseti. Hann er mikill fagmaður, réttsýnn og vönduð manneskja sem kemur fram af heilindum. Baldur hefur upplifað forréttindi og upphafningu, gleði og sigra en einnig fordóma og jaðarsetningu, sorgir og missi. Aðeins þannig forseti getur skilið þjóð sína. Höfundur er kennsluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Í umræðu um væntanlegan húsráðanda á Bessastöðum þykir mér þjóðin vænta þess að Baldur hvíti sé í forsetaframboði svona líka hvítskúraður og syndlaus. Að þjóðin haldi að í mannheimum fyrirfinnist frambjóðandi sem aldrei hefur sagt neitt sem hann iðrast, aldrei hefur skipt um skoðun, sýnt mannlegan breyskleika eða gert mistök. Fólk er uppteknara af því að grafa upp brestina og benda á þá en að sjá hvaða mannkostir eru til staðar og hvaða erindi viðkomandi á. Vinur minn, Baldur Þórhallsson, er ekki yfirnáttúrulegur eins og nafni hans hinn hvíti. Baldur Þórhallsson er mennskur og kemur í öllum litum regnbogabrúarinnar Bifrastar. Við Baldur erum jafnaldrar og sveitungar. Ég man fyrst eftir Baldri þegar hann tók á móti hópi Norðmanna sem voru í vinabæjarheimsókn, en fjölskylda mín fór með gestina að skoða Ægissíðuhellana. Baldur, sem var þarna um tólf ára aldurinn, veitti framúrskarandi leiðsögn. Ég man að fullorðna fólkinu í ferðinni var tíðrætt um hversu kotroskinn og fróður strákurinn væri. Við Baldur vorum samferða menntaskólaárin fjögur á Laugarvatni. Hann var feiminn og hógvær strákur sem lét ekki mikið fyrir sér fara, hafði gaman af því að ræða heimsmálin og var alltaf í klossum. Baldur fór á dýptina í samtölum og flestir höfðu ekki vanist jafn mikilli þjóðmálaumræðu og honum var greinilega tamt. Hann hafði ávallt góða nærveru og kom fram við alla af sömu virðingu. Ég veit núna að hann fékk hvorki leyfi né rými til þess að vera hann sjálfur á þessum árum. Hann fékk að blómstra síðar en þurfti sannarlega að vinna fyrir því. Útskriftarárgangurinn okkar úr ML er enn þéttur hópur og við hittumst reglulega. Baldur nýtur óumdeildrar virðingar og væntumþykju í hópnum og við treystum hans dómgreind. Baldur hefur skapað sér sess sem virtur fræðimaður og vinsæll kennari en það er ekki síður yndislegt að fylgjast með fallegu fjölskyldunni hans vaxa og dafna. Samband þeirra hjóna við barnsmæður sínar er aðdáunarvert og til eftirbreytni. Baldur er sveitastrákur og Baldur er heimsborgari. Hann er svolítið eins og Forseti, sonur Baldurs hvíta, svo ég haldi mig nú við goðafræðina. Forseti var goð réttlætis og sátta. Ég veit að Baldur verður framúrskarandi forseti. Hann er mikill fagmaður, réttsýnn og vönduð manneskja sem kemur fram af heilindum. Baldur hefur upplifað forréttindi og upphafningu, gleði og sigra en einnig fordóma og jaðarsetningu, sorgir og missi. Aðeins þannig forseti getur skilið þjóð sína. Höfundur er kennsluráðgjafi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun