„Kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan var“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 12:00 David Moyes var vægast sagt ósáttur við Hamrana sína í gær. getty/Rob Newell David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, skammaðist sín og gagnrýndi leikmenn liðsins eftir tapið stóra fyrir Crystal Palace, 5-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. West Ham féll úr leik fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og mætti svo Palace á Selhurst Park í gær. Hamrarnir sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu 5-0 undir. Þeir töpuðu leiknum á endanum, 5-2, og Moyes baunaði á sína menn eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var það versta sem ég hef séð til okkar. Við höfum átt nokkra svona svipaða leiki á tímabilinu þar sem ég trúi ekki því sem ég sé frá mínu liði,“ sagði Skotinn. „Ég held að liðið hafi ekki sýnt jafn slaka frammistöðu í 3-4 leikjum í vetur þau þrjú ár sem ég hef verið hérna. Fyrri hálfleikurinn var óásættanlegur. Við höfum tapað mörgum leikjum og sumum stórt en tilfinningin hefur ekki verið eins og í ár.“ Moyes hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Ég er ekki að afsaka neitt . Leikmönnunum var hrósað fyrir frammistöðuna á fimmtudaginn. En ég kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan í dag var,“ sagði Moyes. „Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmannanna sem komu að sjá okkur og í sannleika sagt skammast ég mín fyrir að tala fyrir hönd liðsins og hvernig þeir spiluðu en ég er stjórinn. Ég verð að segja að ég hef ekki stýrt mörgum liðum á ferlinum sem hafa spilað svona.“ Moyes verður samningslaus í sumar og óvíst er hvort hann heldur áfram hjá West Ham. Hann tók í annað sinn við liðinu í desember 2019 og stýrði því til sigurs í Sambandsdeildinni í fyrra. Það var fyrsti stóri titill West Ham í 43 ár. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
West Ham féll úr leik fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og mætti svo Palace á Selhurst Park í gær. Hamrarnir sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu 5-0 undir. Þeir töpuðu leiknum á endanum, 5-2, og Moyes baunaði á sína menn eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var það versta sem ég hef séð til okkar. Við höfum átt nokkra svona svipaða leiki á tímabilinu þar sem ég trúi ekki því sem ég sé frá mínu liði,“ sagði Skotinn. „Ég held að liðið hafi ekki sýnt jafn slaka frammistöðu í 3-4 leikjum í vetur þau þrjú ár sem ég hef verið hérna. Fyrri hálfleikurinn var óásættanlegur. Við höfum tapað mörgum leikjum og sumum stórt en tilfinningin hefur ekki verið eins og í ár.“ Moyes hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Ég er ekki að afsaka neitt . Leikmönnunum var hrósað fyrir frammistöðuna á fimmtudaginn. En ég kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan í dag var,“ sagði Moyes. „Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmannanna sem komu að sjá okkur og í sannleika sagt skammast ég mín fyrir að tala fyrir hönd liðsins og hvernig þeir spiluðu en ég er stjórinn. Ég verð að segja að ég hef ekki stýrt mörgum liðum á ferlinum sem hafa spilað svona.“ Moyes verður samningslaus í sumar og óvíst er hvort hann heldur áfram hjá West Ham. Hann tók í annað sinn við liðinu í desember 2019 og stýrði því til sigurs í Sambandsdeildinni í fyrra. Það var fyrsti stóri titill West Ham í 43 ár.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira