Öryggi – Forvitni – Gleði Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:31 Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun