Gæti krafist þess að El Clásico verði endurtekinn vegna draugamarks Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 14:00 Lamine Yamal virtist hafa komið Barcelona yfir gegn Real Madrid í gær, í 2-1, en svo var ekki. Getty/Mateo Villalba Joan Laporta, forseti Barcelona, er hundóánægður eftir 3-2 tapið gegn Real Madrid í El Clásico, stærsta leik tímabilsins í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann gæti krafist þess að leikurinn verði spilaður upp á nýtt. Laporta er sérstaklega óánægður vegna umdeilds atviks í fyrri hálfleik leiksins, þegar staðan var 1-1, þegar mörgum virtist sem að Lamine Yamal hefði komið Barcelona yfir. Dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hefði ekki allur verið kominn yfir línuna, og dæmdu því ekki mark, en ekki er notast við marklínutækni í spænsku deildinni. Laporta segir að ýmislegt megi setja út á varðandi dómgæsluna í gær en draugamark Yamal hafi staðið upp úr. „Sem félag þá viljum við vera viss um hvað gerðist og ég get upplýst það að við munum krefja dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins um allt mynd- og hljóðefni í tengslum við atvikið,“ sagði Laporta á miðlum Barcelona. Barça president Laporta: We asked the RFEF to provide us with all the images and audios of Lamine s cancelled goal . If it was a legal goal, we do not rule out asking to re-play the match . We will go further, we do not rule out anything . pic.twitter.com/VMdsUxWwu3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024 „Ef það kemur svo í ljós eftir skoðun á þessum gögnum, að röng ákvörðun hafi verið tekin, þá munum við gera það sem þarf til að úr þessu verði bætt og útilokum að sjálfsögðu ekki hvers konar lögsókn. Ef að í ljós kemur að markið hefði átt að standa þá vinnum við út frá því og útilokum ekki kröfu um að leikurinn verði spilaður að nýju, rétt eins og gerst hefur í öðrum leik í Evrópu vegna VAR-villu,“ sagði Laporta og bætti við að fleiri atvik í leiknum bæri að skoða betur. Síðustu dagar hafa verið Börsungum erfiðir en þeir féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nú er sömuleiðis ljóst að liðið þarf að öllum líkindum að bíða horfa á eftir Spánarmeistaratitlinum til Real Madrid sem er komið með 11 stiga forskot á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir. Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Laporta er sérstaklega óánægður vegna umdeilds atviks í fyrri hálfleik leiksins, þegar staðan var 1-1, þegar mörgum virtist sem að Lamine Yamal hefði komið Barcelona yfir. Dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hefði ekki allur verið kominn yfir línuna, og dæmdu því ekki mark, en ekki er notast við marklínutækni í spænsku deildinni. Laporta segir að ýmislegt megi setja út á varðandi dómgæsluna í gær en draugamark Yamal hafi staðið upp úr. „Sem félag þá viljum við vera viss um hvað gerðist og ég get upplýst það að við munum krefja dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins um allt mynd- og hljóðefni í tengslum við atvikið,“ sagði Laporta á miðlum Barcelona. Barça president Laporta: We asked the RFEF to provide us with all the images and audios of Lamine s cancelled goal . If it was a legal goal, we do not rule out asking to re-play the match . We will go further, we do not rule out anything . pic.twitter.com/VMdsUxWwu3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024 „Ef það kemur svo í ljós eftir skoðun á þessum gögnum, að röng ákvörðun hafi verið tekin, þá munum við gera það sem þarf til að úr þessu verði bætt og útilokum að sjálfsögðu ekki hvers konar lögsókn. Ef að í ljós kemur að markið hefði átt að standa þá vinnum við út frá því og útilokum ekki kröfu um að leikurinn verði spilaður að nýju, rétt eins og gerst hefur í öðrum leik í Evrópu vegna VAR-villu,“ sagði Laporta og bætti við að fleiri atvik í leiknum bæri að skoða betur. Síðustu dagar hafa verið Börsungum erfiðir en þeir féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nú er sömuleiðis ljóst að liðið þarf að öllum líkindum að bíða horfa á eftir Spánarmeistaratitlinum til Real Madrid sem er komið með 11 stiga forskot á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir.
Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira