Biðst afsökunar á að hafa kallað skemmdarvarginn „fífl“ Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 07:21 Fiskikóngurinn hefur kynnt sér málefni geðrænna vandamála síðustu daga og segist nú vita betur. Vísir/Vilhelm Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“. Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg
Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47
Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10