Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 10:20 Frá Kjarnagötu á Akureyri í gær. Vísir Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt. Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt.
Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira