Ákærðir fyrir þaulskipulagða skotárás gegn feðginum á aðfangadag Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 13:45 Árásin átti sér stað í Hafnarfirði á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir vegna skotárásar sem átti sér stað á aðfangadag, 24 desember, í fyrra. Einn þeirra er grunaður um að hafa framið sjálfa árásina og er ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Hinir tveir eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotunum. Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira