Ákærðir fyrir þaulskipulagða skotárás gegn feðginum á aðfangadag Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 13:45 Árásin átti sér stað í Hafnarfirði á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir vegna skotárásar sem átti sér stað á aðfangadag, 24 desember, í fyrra. Einn þeirra er grunaður um að hafa framið sjálfa árásina og er ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Hinir tveir eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotunum. Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira