Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2024 12:54 Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur Náttúruverndarsamtaka Íslands kvartaði til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í maí síðastliðnum. Vísir/Dúi/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að í maí 2023 hafi ESA borist kvörtun vegna hvalveiða á Íslandi. Kvörtunin hafi byggt á því að leyfi sem stjórnvöld hafi veitt til hvalveiða vegna tímabilsins 2023 bryti í bága við tiltekin ákvæði EES-samningsins. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi kvartað til ESA. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ var haft eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur lögfræðingi um málið í maí. Reglur EES má ekki utan um veiðar á hvölum Í tilkynningunni frá ESA segir nú að í kvörtuninni hafi verið settar fram ábendingar varðandi leyfisveitinguna, einkum á þeim grunni að hún tæki ekki nægilegt tillit til velferðar dýra eða hollustuhátta matvæla. „Eftir yfirferð upplýsinga varðandi kvörtunina hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Hvað varðar hugsanleg brot vegna reglna um dýravelferð, þá þarf að líta til þess að slíkar reglur EES samningsins ná ekki utan um veiðar á sjávarspendýrum, svo sem hvölum. Málið fellur því utan gildissviðs EES samningsins og ESA mun ekki taka málið til skoðunar að þessu leyti. Sá þáttur kvörtunarinnar sem varðaði ætluð brot á reglum um hollustuhætti matvæla sneri að opinberu eftirlit á sviði matvæla- og dýraheilbrigðis og hugsanlega annmarka á hollustuháttum við framleiðslu matvæla á starfsstöð. Það er á ábyrgð viðkomandi yfirvalda að tryggja að starfsstöðvar uppfylli skilyrði EES samningsins og viðkomandi reglna hverju sinni. ESA hefur eftirlit með opinberum aðilum og tryggir að þeir starfi í samræmi við EES reglur. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ESA að ekki séu skilyrði til þess að fara lengra með málið og ákvörðun hefur verið tekin um að loka því,“ segir í tilkynningunni. Hvalveiðar Hvalir EFTA Stjórnsýsla Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að í maí 2023 hafi ESA borist kvörtun vegna hvalveiða á Íslandi. Kvörtunin hafi byggt á því að leyfi sem stjórnvöld hafi veitt til hvalveiða vegna tímabilsins 2023 bryti í bága við tiltekin ákvæði EES-samningsins. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi kvartað til ESA. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ var haft eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur lögfræðingi um málið í maí. Reglur EES má ekki utan um veiðar á hvölum Í tilkynningunni frá ESA segir nú að í kvörtuninni hafi verið settar fram ábendingar varðandi leyfisveitinguna, einkum á þeim grunni að hún tæki ekki nægilegt tillit til velferðar dýra eða hollustuhátta matvæla. „Eftir yfirferð upplýsinga varðandi kvörtunina hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Hvað varðar hugsanleg brot vegna reglna um dýravelferð, þá þarf að líta til þess að slíkar reglur EES samningsins ná ekki utan um veiðar á sjávarspendýrum, svo sem hvölum. Málið fellur því utan gildissviðs EES samningsins og ESA mun ekki taka málið til skoðunar að þessu leyti. Sá þáttur kvörtunarinnar sem varðaði ætluð brot á reglum um hollustuhætti matvæla sneri að opinberu eftirlit á sviði matvæla- og dýraheilbrigðis og hugsanlega annmarka á hollustuháttum við framleiðslu matvæla á starfsstöð. Það er á ábyrgð viðkomandi yfirvalda að tryggja að starfsstöðvar uppfylli skilyrði EES samningsins og viðkomandi reglna hverju sinni. ESA hefur eftirlit með opinberum aðilum og tryggir að þeir starfi í samræmi við EES reglur. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ESA að ekki séu skilyrði til þess að fara lengra með málið og ákvörðun hefur verið tekin um að loka því,“ segir í tilkynningunni.
Hvalveiðar Hvalir EFTA Stjórnsýsla Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira