Þetta er haft eftir Katrínu Öglu Tómasdóttur veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að með norðlægu áttinni kólni aðeins í veðri aðallega fyrir norðan og austan. Þar verði hiti svona 0-8 stig þar, en gæti verið hlýrra í innsveitum. Í Reykjavík er hins vegar útlit fyrir hlýtt veður, bjartviðri og hægan vind. Spáð er hita allt að tólf gráðum.
Á vef veðurstofunnar má finna upplýsingar um veður á sumardaginn fyrsta árin 1949 - 2015, en þar segir að hæsti hiti sem þá hafði mælst í Reykjavík á sumardaginn fyrsta hafi verið 13,5 gráður. Hæsti hiti sem þá hafði mælst á Akureyri var 19,8 gráður árið 1976.