Twente vann 3-1 sigur þar sem Mathias Kjolo, Daan Rots og Sem Steijn skoruðu mörk liðsins. Alfons kom inn á sem varamaður á 83. mínútu leiksins, í stöðunni 2-1, en minna en mínútu eftir innkomu hans skoraði Rots þriðja markið.
Twente er eftir sigurinn með 63 stig í þriðja sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári.
AZ Alkmaar er í fjórða sæti, Evrópudeildarsæti, með 55 stig en getur mest fengið tólf stig úr síðustu fjórum leikjum sínum.