Fyrirfram var úrvalsdeildarlið Fredrikstad mun sigurstranglegra í leiknum en heimamenn frá Tonsberg náðu að jafna leikinn tvisvar áður en flóðgáttirnir brustu í seinni hálfleik.
Júlíus skoraði fjórða markið á 78. mínútu og var þetta fyrsta mark hans fyrir Fredrikstad en hann gekk til liðs við norska liðið síðastliðið sumar frá uppeldisfélagi sínu Víkingi.
Norski bikarinn er aðeins rétt að byrja en þessi leikur var hluti af 2. umferð hans.