Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 23:51 Þeir Zak og Elliott lentu í harkalegum árekstri fyrir um viku en nú horfa þeir björtum augum til framtíðar, enda trúlofaðir. Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. Umræddir Bretar hafa sagt sögu sína á TikTok, og vakið mikla athygli. Annar þeirra, Busman Zak segir sögu slyssins á tilfinningaþrunginn hátt í þremur myndböndum. Þeir Zak og kærasti hans Eliott komu hingað til lands fyrir helgi og héldu í ferð um gullna hringinn auk eldgosaslóðanna á Reykjanesskaga. Síðdegis á föstudeginum lentu þeir hins vegar í harkalegum árekstri á leið á hótel, þar sem þeir ætluðu sér að gista fyrstu nóttina. „Við Elliott erum báðir á lífi. Ég var útskrifaður eftir tvo daga, á sunnudag, en núna er mánudagur sem átti að vera síðasti dagurinn okkar á Íslandi,“ sagði Zak í TikTok myndbandi sem hann birti fyrr í vikunni. Kom þar fram að Elliott væri enn á spítala vegna innvortis blæðinga. Zak kveðst hafa verið á um 90 kílómetra hraða þegar ökumaður annarar bifreiðar reyndi að taka fram úr flutningabíl með þeim afleiðingum að rekast framan á bíl þeirra Zak og Elliott. @busman_zak Please be careful out there. ♬ Music Instrument - Gerhard Siagian Í öðru myndbandi sýnir Zak frá áverkum sem hann hlaut eftir slysið. @busman_zak Replying to @Charlie Upson not a scratch? I beg to differ. #iceland #crash #survivor #lucky ♬ Mishaps - Lofi-nimation Allt er gott sem endar vel. Í nýjustu TikTok uppfærslu Zak segir hann frá gleðitíðindum: þeir hafa ákveðið að trúlofast. „Hann bað mig um að giftast sér, þarna á gjörgæslunni. Og allir hjúkrunarfræðingarnir klöppuðu,“ segir Zak í myndbandinu sem má sjá hér að neðan. @busman_zak We're getting married! 😍🥰💍 #love #lovewins #rtc #crash #survivor #iceland #lgbt #proud ♬ Love Of My Life - Metrow Ar Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Bretland Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Umræddir Bretar hafa sagt sögu sína á TikTok, og vakið mikla athygli. Annar þeirra, Busman Zak segir sögu slyssins á tilfinningaþrunginn hátt í þremur myndböndum. Þeir Zak og kærasti hans Eliott komu hingað til lands fyrir helgi og héldu í ferð um gullna hringinn auk eldgosaslóðanna á Reykjanesskaga. Síðdegis á föstudeginum lentu þeir hins vegar í harkalegum árekstri á leið á hótel, þar sem þeir ætluðu sér að gista fyrstu nóttina. „Við Elliott erum báðir á lífi. Ég var útskrifaður eftir tvo daga, á sunnudag, en núna er mánudagur sem átti að vera síðasti dagurinn okkar á Íslandi,“ sagði Zak í TikTok myndbandi sem hann birti fyrr í vikunni. Kom þar fram að Elliott væri enn á spítala vegna innvortis blæðinga. Zak kveðst hafa verið á um 90 kílómetra hraða þegar ökumaður annarar bifreiðar reyndi að taka fram úr flutningabíl með þeim afleiðingum að rekast framan á bíl þeirra Zak og Elliott. @busman_zak Please be careful out there. ♬ Music Instrument - Gerhard Siagian Í öðru myndbandi sýnir Zak frá áverkum sem hann hlaut eftir slysið. @busman_zak Replying to @Charlie Upson not a scratch? I beg to differ. #iceland #crash #survivor #lucky ♬ Mishaps - Lofi-nimation Allt er gott sem endar vel. Í nýjustu TikTok uppfærslu Zak segir hann frá gleðitíðindum: þeir hafa ákveðið að trúlofast. „Hann bað mig um að giftast sér, þarna á gjörgæslunni. Og allir hjúkrunarfræðingarnir klöppuðu,“ segir Zak í myndbandinu sem má sjá hér að neðan. @busman_zak We're getting married! 😍🥰💍 #love #lovewins #rtc #crash #survivor #iceland #lgbt #proud ♬ Love Of My Life - Metrow Ar
Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Bretland Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira