Spurðu fólkið Halla Tómasdóttir skrifar 28. apríl 2024 16:00 Gildir lýðræðið bara á fjögurra ára fresti? Eru kjósendur utan þjónustusvæðis þess á milli? Eftir fjármálahrunið 2008 leið mörgum eins og þeir væru leiksoppar ráðamanna, engu skipti hvað hinum „venjulega manni“ fyndist, hann væri ekki með á leikvellinum. Sjálfsmynd þjóðarinnar var brotin – eða hreinlega ekki til. Ekkert sameiningarafl. Enginn spegill að horfa í. Við vorum handfylli ólíkra einstaklinga sem ákváðum að gera eitthvað í þessu – við yrðum að finna leið til að tala saman og finna hvert þessi þjóð vildi stefna. „Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá endarðu bara einhvers staðar,“ sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Það skiptir máli að reyna að átta sig á því hvert maður vill fara. En hvernig er hægt að finna út hvað fólki finnst? Það eru margar aðferðir til þess, þróaðar af rannsakendum og ráðgjöfum með mikla reynslu - við ákváðum að læra af þeim bestu. Fyrsta skrefið var að finna hóp sem endurspeglaði þjóðina hvað aldur, kyn, búsetu og aðra lykilþætti varðaði. Tölfræðingar kunna þetta og vinna með Þjóðskrána sem grunn. Hún nær yfir alla þjóðina og sé hópurinn nógu stór, gefur hann marktæka mynd af heildinni. Þetta er kallað slembiúrtak. Við fengum Þjóðskrá til að taka slembiúrtak af íslensku þjóðinni sem við buðum til fundar – Þjóðfundar í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009. Við buðum 1200 Íslendingum á öllum aldri og úr öllum áttum að taka þátt og til viðbótar buðum við 300 fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana samfélagsins. Þannig varð til 1500 manna hópur sem tók þátt í þessum merkilega fundi. Hópnum var skipt niður á 9 manna borð, til viðbótar var einn „borðstjóri“ sem sá um að dagskrá væri fylgt, allir kæmust að, allar skoðanir væru virtar og ræddar, þær skiluðu sér og væru skráðar. Öllu var til haga haldið með bestu aðferðum sem völ var á. Hugmyndin var að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings til að greina þau grundvallargildi sem samfélagið ætti að vera reist á, og móta þannig okkar framtíðarsýn. Heiðarleiki var það gildi sem skar sig algjörlega úr sem mikilvægast fyrir samfélagið, en á eftir komu jafnrétti, virðing, réttlæti og ábyrgð. Þarna fundum við leiðarljós þjóðarinnar – áttavitann okkar. Forseti þarf ekki að leita í eigin huga eftir þeim gildum sem hann setur á oddinn. Þjóðin er búin að segja okkur hver þau eru. Reyndar eru 15 ár síðan og sumt kann að hafa breyst. Það kann að vera að þau sem voru börn þá og eru orðin fullorðin núna, hafi sitt að segja. Það þarf að spyrja þau. Sennilega væri gott að endurtaka leikinn og greina hvaða gildi þjóðinni eru hugstæðust núna. Þetta vil ég gera. Ég vil spyrja fólkið, hlusta á svörin og breyta samkvæmt þeim. Forseti er ekki fulltrúi eigin áhugamála, hann er fulltrúi þjóðarinnar. Ég veit að þetta er hægt, í góðum hópi hef ég gert það áður og vil gera það aftur. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Gildir lýðræðið bara á fjögurra ára fresti? Eru kjósendur utan þjónustusvæðis þess á milli? Eftir fjármálahrunið 2008 leið mörgum eins og þeir væru leiksoppar ráðamanna, engu skipti hvað hinum „venjulega manni“ fyndist, hann væri ekki með á leikvellinum. Sjálfsmynd þjóðarinnar var brotin – eða hreinlega ekki til. Ekkert sameiningarafl. Enginn spegill að horfa í. Við vorum handfylli ólíkra einstaklinga sem ákváðum að gera eitthvað í þessu – við yrðum að finna leið til að tala saman og finna hvert þessi þjóð vildi stefna. „Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá endarðu bara einhvers staðar,“ sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Það skiptir máli að reyna að átta sig á því hvert maður vill fara. En hvernig er hægt að finna út hvað fólki finnst? Það eru margar aðferðir til þess, þróaðar af rannsakendum og ráðgjöfum með mikla reynslu - við ákváðum að læra af þeim bestu. Fyrsta skrefið var að finna hóp sem endurspeglaði þjóðina hvað aldur, kyn, búsetu og aðra lykilþætti varðaði. Tölfræðingar kunna þetta og vinna með Þjóðskrána sem grunn. Hún nær yfir alla þjóðina og sé hópurinn nógu stór, gefur hann marktæka mynd af heildinni. Þetta er kallað slembiúrtak. Við fengum Þjóðskrá til að taka slembiúrtak af íslensku þjóðinni sem við buðum til fundar – Þjóðfundar í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009. Við buðum 1200 Íslendingum á öllum aldri og úr öllum áttum að taka þátt og til viðbótar buðum við 300 fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana samfélagsins. Þannig varð til 1500 manna hópur sem tók þátt í þessum merkilega fundi. Hópnum var skipt niður á 9 manna borð, til viðbótar var einn „borðstjóri“ sem sá um að dagskrá væri fylgt, allir kæmust að, allar skoðanir væru virtar og ræddar, þær skiluðu sér og væru skráðar. Öllu var til haga haldið með bestu aðferðum sem völ var á. Hugmyndin var að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings til að greina þau grundvallargildi sem samfélagið ætti að vera reist á, og móta þannig okkar framtíðarsýn. Heiðarleiki var það gildi sem skar sig algjörlega úr sem mikilvægast fyrir samfélagið, en á eftir komu jafnrétti, virðing, réttlæti og ábyrgð. Þarna fundum við leiðarljós þjóðarinnar – áttavitann okkar. Forseti þarf ekki að leita í eigin huga eftir þeim gildum sem hann setur á oddinn. Þjóðin er búin að segja okkur hver þau eru. Reyndar eru 15 ár síðan og sumt kann að hafa breyst. Það kann að vera að þau sem voru börn þá og eru orðin fullorðin núna, hafi sitt að segja. Það þarf að spyrja þau. Sennilega væri gott að endurtaka leikinn og greina hvaða gildi þjóðinni eru hugstæðust núna. Þetta vil ég gera. Ég vil spyrja fólkið, hlusta á svörin og breyta samkvæmt þeim. Forseti er ekki fulltrúi eigin áhugamála, hann er fulltrúi þjóðarinnar. Ég veit að þetta er hægt, í góðum hópi hef ég gert það áður og vil gera það aftur. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun