Þrenna Orra Steins hélt titilvonum FCK á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 18:05 Orri Steinn fagnar einu marka sinna. Anders Kjaerbye/Getty Images Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni. Orri Steinn og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK sem er ríkjandi meistari. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Orri Steinn inn fyrir Andreas Cornelius sem hafði meiðst. Það tók Orra Stein ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en aðeins sex mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum hafði íslenski framherjinn skilað knettinum í netið. Upphaflega fór flaggið á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að ekki var um rangstöð að ræða og markið stóð. Gestirnir jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en á 85. mínútu kom Orri Steinn heimamönnum yfir á nýjan leik eftir undirbúning Elias Achouri. Það var svo í uppbótartíma sem Orri Steinn fullkomnaði þrennu sína eftir sendingu Mohamed Elyounoussi. Sem betur fer fyrir FCK þar sem gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og lokamínútur leiksins æsispennandi. Leiktíminn fór vel yfir 100 mínútur en staðan var enn 3-2 FCK í vil þegar flautað var til leiksloka. 🎩🪄🇮🇸#fcklive #sldk pic.twitter.com/hQ4thyXGm0— F.C. København (@FCKobenhavn) April 28, 2024 Sigurinn þýðir að FCK er nú með 52 stig, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Orri Steinn hefur nú skorað 7 mörk og lagt upp 5 til viðbótar á leiktíðinni.Anders Kjaerbye/Getty Images Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Orri Steinn og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK sem er ríkjandi meistari. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Orri Steinn inn fyrir Andreas Cornelius sem hafði meiðst. Það tók Orra Stein ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en aðeins sex mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum hafði íslenski framherjinn skilað knettinum í netið. Upphaflega fór flaggið á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að ekki var um rangstöð að ræða og markið stóð. Gestirnir jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en á 85. mínútu kom Orri Steinn heimamönnum yfir á nýjan leik eftir undirbúning Elias Achouri. Það var svo í uppbótartíma sem Orri Steinn fullkomnaði þrennu sína eftir sendingu Mohamed Elyounoussi. Sem betur fer fyrir FCK þar sem gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og lokamínútur leiksins æsispennandi. Leiktíminn fór vel yfir 100 mínútur en staðan var enn 3-2 FCK í vil þegar flautað var til leiksloka. 🎩🪄🇮🇸#fcklive #sldk pic.twitter.com/hQ4thyXGm0— F.C. København (@FCKobenhavn) April 28, 2024 Sigurinn þýðir að FCK er nú með 52 stig, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Orri Steinn hefur nú skorað 7 mörk og lagt upp 5 til viðbótar á leiktíðinni.Anders Kjaerbye/Getty Images
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira