„Ég skaut bara á markið og vonaði það besta“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. apríl 2024 21:12 Elmar Erlingsson fór á kostum í kvöld Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur. „Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum. ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira
„Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum.
ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira