„Ég skaut bara á markið og vonaði það besta“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. apríl 2024 21:12 Elmar Erlingsson fór á kostum í kvöld Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur. „Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum. ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
„Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum.
ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira