Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 13:01 Orri Steinn Óskarsson fagnaði vel eftir þrennuna gegn AGF í gær. Öll mörkin skoraði hann eftir að hafa komið inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik. Getty/Lars Ronbog Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor. Danski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor.
Danski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira