Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2024 11:45 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent síðan í ágúst í fyrra og samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans verður ekki breyting á því á næstunni. Ekki er búist við að vaxtalækkunarferli hefjist fyrr en í október. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð og mældist sex prósent í apríl. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir vaxtalækkun samhliða því en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, telur að Seðlabankinn muni bíða skýrari merkja um að verðbólga sé sannarlega á niðurleið. „Við sjáum fram á að verðbólgan verði svolítið tregbreytanleg næstu mánuði. Vissulega lækkaði hún í apríl en ég held að hún verði í kringum sex prósent næstu mánuði og að þá vilji seðlabankinn fara hægt í lækkanir.“ Hagfræðideild Landsbankans telur að verðbólgan verði raunar enn í kringum 5,5 prósent undir lok árs og Una segir nokkra þætti skýra það hversu þrálát hún er. „Það er enn þá innlendur þrýstingur, við sjáum enn örlitla spennu á vinnumarkaði, húsnæði hefur verið að hækka og við teljum að það viðhaldi verðbólgu næstu mánuði,“ segir Una. Eru uppkaupin í Grindavík að leika þar stórt hlutverk? „Já, við teljum að það gæti haft einhver áhrif. Við sjáum að á síðustu mánuðum er húsnæðisverð að taka við sér og það gæti alveg verið af því að það er aukin eftirspurn að koma til vegna Grindvíkinga. Þannig að þessi áhrif gætu varað næstu mánuði.“ Búist er við að verðbólga verði enn yfir markmiðum seðlabankans í lok árs 2026, en verði þá 3,2 prósent. „Verðbólgan er búin að vera há mjög lengi og þá tekur langan tíma að vinda ofan af því. Verðbólugvæntingar eru enn háar þannig við þurufm að sýna þolinmæði til að ná henni virkilega niður í markmið,“ segir Una. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent síðan í ágúst í fyrra og samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans verður ekki breyting á því á næstunni. Ekki er búist við að vaxtalækkunarferli hefjist fyrr en í október. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð og mældist sex prósent í apríl. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir vaxtalækkun samhliða því en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, telur að Seðlabankinn muni bíða skýrari merkja um að verðbólga sé sannarlega á niðurleið. „Við sjáum fram á að verðbólgan verði svolítið tregbreytanleg næstu mánuði. Vissulega lækkaði hún í apríl en ég held að hún verði í kringum sex prósent næstu mánuði og að þá vilji seðlabankinn fara hægt í lækkanir.“ Hagfræðideild Landsbankans telur að verðbólgan verði raunar enn í kringum 5,5 prósent undir lok árs og Una segir nokkra þætti skýra það hversu þrálát hún er. „Það er enn þá innlendur þrýstingur, við sjáum enn örlitla spennu á vinnumarkaði, húsnæði hefur verið að hækka og við teljum að það viðhaldi verðbólgu næstu mánuði,“ segir Una. Eru uppkaupin í Grindavík að leika þar stórt hlutverk? „Já, við teljum að það gæti haft einhver áhrif. Við sjáum að á síðustu mánuðum er húsnæðisverð að taka við sér og það gæti alveg verið af því að það er aukin eftirspurn að koma til vegna Grindvíkinga. Þannig að þessi áhrif gætu varað næstu mánuði.“ Búist er við að verðbólga verði enn yfir markmiðum seðlabankans í lok árs 2026, en verði þá 3,2 prósent. „Verðbólgan er búin að vera há mjög lengi og þá tekur langan tíma að vinda ofan af því. Verðbólugvæntingar eru enn háar þannig við þurufm að sýna þolinmæði til að ná henni virkilega niður í markmið,“ segir Una.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira