Thiago Silva hættir hjá Chelsea en vonast til að synirnir spili þar áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 15:31 Thiago Silva vann Meistaradeildina með Chelsea sem tókst ekki í mörg ár hans hjá Paris Saint Germain. Getty/Darren Walsh Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun kveðja Chelsea eftir þetta tímabil en samningur hans rennur úr í sumar og verður ekki endurnýjaður. Silva hefur verið orðaður við Fluminense í heimalandinu og eins er slúðrað um það að hann fari til AC Milan. Þessi 39 ára gamli leikmaður er alla vega ekki hættur. Thiago Silva will leave Chelsea at the end of the Premier League season 🔵👇pic.twitter.com/NnBWdLpaUG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 29, 2024 „Chelsea skiptir mig miklu máli. Ég kom hingað fyrst með það markmið að vera bara í eitt tímabil en þetta endaði með að vera fjögur ár, ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir fjölskyldu mína líka,“ sagði Thiago Silva í viðtali á miðlum Chelsea. Hann kom til Chelsea í ágúst 2020 á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain. Síðan hefur hann spilað 151 leik fyrir félagið, unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar UEFA. „Synir mínir spila núna fyrir Chelsea og það fylgir því stolt að vera hluti af Chelsea fjölskyldunni og nú bókstaflega af því að strákarnir mínir spila hérna núna. Vonandi geta þeir haldið áfram ferli sínum hjá þessu sigursæla félagi sem svo margir vilja spila fyrir,“ sagði Thiago. „Ég hugsa um allt sem ég gerði hjá félaginu þessi fjögur ár. Ég hef alltaf gefið allt mitt en því miður á allt sér upphaf, miðju og endi,“ sagði Thiago. „Það þýðir ekki að þetta sé endirinn. Ég vonast til þess að dyrnar standi opnar fyrir mig í næstu framtíð og ég geti mögulega snúið til baka í öðru hlutverki. Ég vil bara þakka fyrir mig,“ sagði Thiago. Four years, countless memories. A message from Thiago Silva… pic.twitter.com/f2YbB4GMXY— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Silva hefur verið orðaður við Fluminense í heimalandinu og eins er slúðrað um það að hann fari til AC Milan. Þessi 39 ára gamli leikmaður er alla vega ekki hættur. Thiago Silva will leave Chelsea at the end of the Premier League season 🔵👇pic.twitter.com/NnBWdLpaUG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 29, 2024 „Chelsea skiptir mig miklu máli. Ég kom hingað fyrst með það markmið að vera bara í eitt tímabil en þetta endaði með að vera fjögur ár, ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir fjölskyldu mína líka,“ sagði Thiago Silva í viðtali á miðlum Chelsea. Hann kom til Chelsea í ágúst 2020 á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain. Síðan hefur hann spilað 151 leik fyrir félagið, unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar UEFA. „Synir mínir spila núna fyrir Chelsea og það fylgir því stolt að vera hluti af Chelsea fjölskyldunni og nú bókstaflega af því að strákarnir mínir spila hérna núna. Vonandi geta þeir haldið áfram ferli sínum hjá þessu sigursæla félagi sem svo margir vilja spila fyrir,“ sagði Thiago. „Ég hugsa um allt sem ég gerði hjá félaginu þessi fjögur ár. Ég hef alltaf gefið allt mitt en því miður á allt sér upphaf, miðju og endi,“ sagði Thiago. „Það þýðir ekki að þetta sé endirinn. Ég vonast til þess að dyrnar standi opnar fyrir mig í næstu framtíð og ég geti mögulega snúið til baka í öðru hlutverki. Ég vil bara þakka fyrir mig,“ sagði Thiago. Four years, countless memories. A message from Thiago Silva… pic.twitter.com/f2YbB4GMXY— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira