Aldís Ásta var markahæst í liði Skara með sjö mörk í fimm marka sigri, lokatölur 25-20. Þá skoraði Jóhanna Margrét Sigurðardóttir tvö mörk fyrir Skara.
Fyrir leik kvöldsins höfðu bæði lið unnið tvo leik og því um oddaleik að ræða. Sigur Skara tryggði liðinu því sæti í undanúrslitum.