Neytendur kunna að meta Landlaxinn og Landbleikjuna Samherji fiskeldi 3. maí 2024 11:36 Ferskur Landlax og Landbleikja frá Samherja fiskeldi kom á neytendamarkað fyrir áramót og hefur fengið góðar viðtökur. „Laxinn hefur selst vel og magnið hefur aukist jafnt og þétt þótt vörurnar hafi lítið verið auglýstar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis. Fyrir áramót hóf Samherji fiskeldi sölu á ferskum Landlaxi og ferskri Landbleikju á íslenskum neytendamarkaði. Fyrirtækið starfrækir einungis landeldsstöðvar sem koma að öllum stigum eldis ,auk vinnslu á laxi og bleikju. Viðtökur íslenskra neytenda hafa verið mjög góðar að sögn Jóns Kjartans Jónssonar, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis. „Laxinn hefur selst vel og magnið hefur aukist jafnt og þétt þótt vörurnar hafi lítið verið auglýstar. Fjölmargir hafa lýst ánægju sinni við okkur sem endurspeglast líka í sölutölunum. Það er ljóst að neytendum líkar vel að vita uppruna vörunnar sem þeir eru að kaupa í matinn handa sér og fjölskyldum sínum.“ Hann segir vörurnar tvær standa sjálfar með sínum eiginleikum. „Samherji er búinn að selja lax og bleikju úr landeldi inn á kröfuhörðustu verslanakeðjur Bandaríkjanna í meira en tvo áratugi og það hefur gengið mjög vel. Til að geta það verðum við að sjálfsögðu að uppfylla ströng skilyrði þeirra varðandi gæði, rekjanleika, fóður og fjölmargt sem snerta bæði eldið, öryggismál og starfsfólk. Allt ferlið og kröfurnar eru síðan vottaðar árlega af óháðum vottunaraðila frá Sviss.“ Það er gert með heimsókn eftirlitsaðila til Íslands sem er tæpa viku hjá fyrirtækinu og skoðar allt áður en vottorð er gefið út. „Við erum með fullan rekjanleika á öllum lífsferli fisksins sem veitir neytendum öryggi og okkur möguleika á vera stöðugt að bæta framleiðsluna og gæðin. Stefna okkar hefur alltaf verið að hafa fóðrið gott með mikið af próteinum úr sjávarafurðum og ekki of mikilli fitu. Þetta skilar sér beint í vörurnar enda eru Landlax og bleikja fyrst og fremst frábær á bragðið auk þess að vera bæði hollur og góður matur sem hægt er að framreiða á fjölbreyttan hátt.“ Stór hluti framleiðslu Samherja fiskeldis er seldur á erlenda markaði eins og nær allar sjávarafurðir sem framleiddar eru á Íslandi. „Það þarf mjög marga neytendur á hverjum degi til að borða framleiðsluna sem er mun meiri en íslenskir neytendur komast yfir að borða, þó að við séum dugleg að borða Landlax og annan fisk. Þannig að okkar framleiðsla fer nær öll á erlendan markað.“ Eins og fyrr segir er Samherji fiskeldi búið að vera í landeldi á laxi og bleikju í meira en tvo áratugi og hefur fyrirtækið vaxið og þróast jafnt og þétt. Ýmis spennandi verkefni eru framundan. „Undanfarin tvö ár höfum við ráðist í miklar fjárfestingar til að styrkja og bæta framleiðslu okkar. Samhliða erum við að hanna og undirbúa stóra fjárfestingu í landeldi í Auðlindagarðinum á Reykjanesi þar sem við ætlum að framleiða 40 þúsund tonn af landlaxi árlega. Þannig að ég tel að ekki sé hægt að sýna meiri trú á landeldi til framtíðar en við höfum gert er með fjárfestingum okkar undanfarin tvö ár og áformum okkar um frekari uppbyggingu þess.“ Þessa dagana er verið að klára frumhönnun á landeldisverkefninu á Reykjanesi en áætlanir verða kynntar í sumar. „Við ákváðum að fara í stórt verkefni á Núpsmýri við Kópasker og prófa tækni í landeldi sem við hyggjumst nota í nýju stöðinni. Það hefur gengið vel og er á lokametrunum. Við tökum lærdóminn úr því verkefni með okkur inn í stóru stöðina á Reykjanesi ásamt reynslu okkar úr öðrum stöðvum. Eldisstöðin verður við Reykjanesvirkjun og nýtur kosta hennar á margvíslegan hátt. Við erum mjög spennt og teljum okkur vera með frábært verkefni í höndunum. Nú eru í gangi viðræður um fjármögnun þessa stóra verkefnis og við stefnum á að hefja framkvæmdir þegar sér fyrir endann á fjármögnuninni. Þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.“ Fiskeldi Matur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Fyrirtækið starfrækir einungis landeldsstöðvar sem koma að öllum stigum eldis ,auk vinnslu á laxi og bleikju. Viðtökur íslenskra neytenda hafa verið mjög góðar að sögn Jóns Kjartans Jónssonar, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis. „Laxinn hefur selst vel og magnið hefur aukist jafnt og þétt þótt vörurnar hafi lítið verið auglýstar. Fjölmargir hafa lýst ánægju sinni við okkur sem endurspeglast líka í sölutölunum. Það er ljóst að neytendum líkar vel að vita uppruna vörunnar sem þeir eru að kaupa í matinn handa sér og fjölskyldum sínum.“ Hann segir vörurnar tvær standa sjálfar með sínum eiginleikum. „Samherji er búinn að selja lax og bleikju úr landeldi inn á kröfuhörðustu verslanakeðjur Bandaríkjanna í meira en tvo áratugi og það hefur gengið mjög vel. Til að geta það verðum við að sjálfsögðu að uppfylla ströng skilyrði þeirra varðandi gæði, rekjanleika, fóður og fjölmargt sem snerta bæði eldið, öryggismál og starfsfólk. Allt ferlið og kröfurnar eru síðan vottaðar árlega af óháðum vottunaraðila frá Sviss.“ Það er gert með heimsókn eftirlitsaðila til Íslands sem er tæpa viku hjá fyrirtækinu og skoðar allt áður en vottorð er gefið út. „Við erum með fullan rekjanleika á öllum lífsferli fisksins sem veitir neytendum öryggi og okkur möguleika á vera stöðugt að bæta framleiðsluna og gæðin. Stefna okkar hefur alltaf verið að hafa fóðrið gott með mikið af próteinum úr sjávarafurðum og ekki of mikilli fitu. Þetta skilar sér beint í vörurnar enda eru Landlax og bleikja fyrst og fremst frábær á bragðið auk þess að vera bæði hollur og góður matur sem hægt er að framreiða á fjölbreyttan hátt.“ Stór hluti framleiðslu Samherja fiskeldis er seldur á erlenda markaði eins og nær allar sjávarafurðir sem framleiddar eru á Íslandi. „Það þarf mjög marga neytendur á hverjum degi til að borða framleiðsluna sem er mun meiri en íslenskir neytendur komast yfir að borða, þó að við séum dugleg að borða Landlax og annan fisk. Þannig að okkar framleiðsla fer nær öll á erlendan markað.“ Eins og fyrr segir er Samherji fiskeldi búið að vera í landeldi á laxi og bleikju í meira en tvo áratugi og hefur fyrirtækið vaxið og þróast jafnt og þétt. Ýmis spennandi verkefni eru framundan. „Undanfarin tvö ár höfum við ráðist í miklar fjárfestingar til að styrkja og bæta framleiðslu okkar. Samhliða erum við að hanna og undirbúa stóra fjárfestingu í landeldi í Auðlindagarðinum á Reykjanesi þar sem við ætlum að framleiða 40 þúsund tonn af landlaxi árlega. Þannig að ég tel að ekki sé hægt að sýna meiri trú á landeldi til framtíðar en við höfum gert er með fjárfestingum okkar undanfarin tvö ár og áformum okkar um frekari uppbyggingu þess.“ Þessa dagana er verið að klára frumhönnun á landeldisverkefninu á Reykjanesi en áætlanir verða kynntar í sumar. „Við ákváðum að fara í stórt verkefni á Núpsmýri við Kópasker og prófa tækni í landeldi sem við hyggjumst nota í nýju stöðinni. Það hefur gengið vel og er á lokametrunum. Við tökum lærdóminn úr því verkefni með okkur inn í stóru stöðina á Reykjanesi ásamt reynslu okkar úr öðrum stöðvum. Eldisstöðin verður við Reykjanesvirkjun og nýtur kosta hennar á margvíslegan hátt. Við erum mjög spennt og teljum okkur vera með frábært verkefni í höndunum. Nú eru í gangi viðræður um fjármögnun þessa stóra verkefnis og við stefnum á að hefja framkvæmdir þegar sér fyrir endann á fjármögnuninni. Þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.“
Fiskeldi Matur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira