Fyrir hverja eru skoðanakannanir? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 1. maí 2024 10:31 Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun