Mótmælendur og gagnmótmælendur tókust á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 10:51 Tjaldbúðir til stuðnings Palestínu hafa risið við háskóla víðs vegar um Bandaríkin. AP/Jae C. Hong Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður. Myndefni frá AP-fréttaveitunni af vettvangi sýnir mótmælendur beggja megin munda spýtnabrak en aðrir spjöld eða regnhlífar til að skýla sér. Sprengdir voru flugeldar og aðskotahlutum grýtt á beggja vegu. Klippa: Mótmælendur og gagnmótmælendur takast á í Kaliforníu Stjórnendur háskólans höfðu fáeinum tímum áður lýst því yfir að tjaldbúðirnar hefðu verið ólöglega reistar og stríddu gegn reglum skólans. Hópur gagnmótmælenda svöruðu kalli stjórnenda og kom svartklæddur á vettvang með hvítar grímur. Sumir gerðu tilraun til að komast inn í búðirnar en mótmælendurnir mynduðu vegg úr regnhlífum og sveifluðu að þeim heimagerðum bareflum auk þess sem piparúða var beitt á gagnmótmælendur sem hættu sér of nálægt varnarveggnum. Eftir um tvo tíma af átökum kom lögregla á svæðið klædd í óeirðabúnað og hófu gagnmótmælendur þá að tínast í burtu. Þó héldu átök áfram við búðirnar í fleiri klukkustundir þrátt fyrir viðveru lögreglu. Tugir handteknir og vísað úr námi Tugir háskólanema hafa verið handteknir eða vísað úr námi vegna þátttöku þeirra í slíkum mótmælum og kennsla hefur verið lögð niður víðs vegar um Bandaríkin. Reuters greinir frá því að tugir mótmælenda sem setið höfðu um kennslubyggingu í Columbia-háskóla hefðu verið handteknir þegar lögreglumenn komust inn í bygginguna um glugga á annarri hæð. Tjaldbúðir sem risið höfðu þar voru rýmdar og tjöldin fjarlægð. Mary Osako, vararektor UCLA-háskóla segir stjórnendum skólans bjóða við ofbeldinu. „Hræðilegt ofbeldi átti sér stað á tjaldbúðunum í kvöld og við leituðum strax til lögreglu fyrir aðstoð. Slökkvilið og sjúkralið er á vettvangi. Okkur býður við þessu tilgangslausa ofbeldi og því verður að ljúka,“ segir hún í tilkynningu. Kröfur mótmælendanna eru meðal annars að bandarískir háskólar hætti að stunda viðskipti við ísraelsk fyrirtæki eða fyrirtæki sem stutt hafa stríðsrekstur Ísraela á Gasa á einn eða annan hátt. Ekki liggur fyrir hversu margir særðust í átökunum. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Myndefni frá AP-fréttaveitunni af vettvangi sýnir mótmælendur beggja megin munda spýtnabrak en aðrir spjöld eða regnhlífar til að skýla sér. Sprengdir voru flugeldar og aðskotahlutum grýtt á beggja vegu. Klippa: Mótmælendur og gagnmótmælendur takast á í Kaliforníu Stjórnendur háskólans höfðu fáeinum tímum áður lýst því yfir að tjaldbúðirnar hefðu verið ólöglega reistar og stríddu gegn reglum skólans. Hópur gagnmótmælenda svöruðu kalli stjórnenda og kom svartklæddur á vettvang með hvítar grímur. Sumir gerðu tilraun til að komast inn í búðirnar en mótmælendurnir mynduðu vegg úr regnhlífum og sveifluðu að þeim heimagerðum bareflum auk þess sem piparúða var beitt á gagnmótmælendur sem hættu sér of nálægt varnarveggnum. Eftir um tvo tíma af átökum kom lögregla á svæðið klædd í óeirðabúnað og hófu gagnmótmælendur þá að tínast í burtu. Þó héldu átök áfram við búðirnar í fleiri klukkustundir þrátt fyrir viðveru lögreglu. Tugir handteknir og vísað úr námi Tugir háskólanema hafa verið handteknir eða vísað úr námi vegna þátttöku þeirra í slíkum mótmælum og kennsla hefur verið lögð niður víðs vegar um Bandaríkin. Reuters greinir frá því að tugir mótmælenda sem setið höfðu um kennslubyggingu í Columbia-háskóla hefðu verið handteknir þegar lögreglumenn komust inn í bygginguna um glugga á annarri hæð. Tjaldbúðir sem risið höfðu þar voru rýmdar og tjöldin fjarlægð. Mary Osako, vararektor UCLA-háskóla segir stjórnendum skólans bjóða við ofbeldinu. „Hræðilegt ofbeldi átti sér stað á tjaldbúðunum í kvöld og við leituðum strax til lögreglu fyrir aðstoð. Slökkvilið og sjúkralið er á vettvangi. Okkur býður við þessu tilgangslausa ofbeldi og því verður að ljúka,“ segir hún í tilkynningu. Kröfur mótmælendanna eru meðal annars að bandarískir háskólar hætti að stunda viðskipti við ísraelsk fyrirtæki eða fyrirtæki sem stutt hafa stríðsrekstur Ísraela á Gasa á einn eða annan hátt. Ekki liggur fyrir hversu margir særðust í átökunum.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira