Þrjú hundruð handtekin í Columbia-háskóla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 14:42 Lögregluaðgerðin átti sér stað snemma í morgun á íslenskum tíma. AP/Marco Postigo Storel Um þrjú hundruð manns voru handtekin í Columbia-háskóla í New York-borg. Eric Adams borgarstjóri segir utanaðkomandi æsingamenn hafa náð ítökum meðal mótmælenda og að gyðingahatur og andóf gegn Ísrael væru útbreidd. Hann segir lögregluna hafa staðið fyrir stærðarinnar aðgerðum á tjaldbúðum sem komið hafði verið upp við Columbia-háskóla til að mótmæla stríðsrekstri Ísraelsríkis á Gasa. Í nótt kom einnig til átaka á slíkum búðum í Kaliforníu þar sem slagsmál brutust út milli hópa mótmælenda svo að lögregla klædd óeirðabúningum slóst í leikinn. Adams segir stúdenta eiga rétt á því að mótmæla og að tjáningafrelsið sé hornsteinn bandarísks samfélags en að óprúttnir aðilar í mótmælahreyfingunni hafi ekki hafi heldur haft óspektir í huga en friðsamleg mótmæli. „Það er ekkert friðsamlegt við að byrgja sig inni í byggingu, að stunda eignarspjöll eða rífa í sundur öryggismyndavélar,“ segir hann á blaðamannafundi sem fór fram í New York fyrir stuttu og vísar meðal annars til þess að mótmælendur hefðu tekið Hamilton Hall yfir og byrgt sig þar inni. Byggingin hýsir fornfræði, germanskra mála- og slavneskra máladeild háskólans en hefur ítrekað spilað hlutverk í mótmælum stúdenta, meðal annars gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam á sjöunda og áttunda áratugnum. Borgarstjórinn segir þá sem brutust inn í Hamilton Hall og byrgðu sig þar inni ekki hafa verið nemendur háskólans þó sumir þeirra hafi verið það. Lögreglan hefur nú fjarlægt tjaldbúðirnar af skólalóðinni og náð byggingunni aftur á sitt vald. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Hann segir lögregluna hafa staðið fyrir stærðarinnar aðgerðum á tjaldbúðum sem komið hafði verið upp við Columbia-háskóla til að mótmæla stríðsrekstri Ísraelsríkis á Gasa. Í nótt kom einnig til átaka á slíkum búðum í Kaliforníu þar sem slagsmál brutust út milli hópa mótmælenda svo að lögregla klædd óeirðabúningum slóst í leikinn. Adams segir stúdenta eiga rétt á því að mótmæla og að tjáningafrelsið sé hornsteinn bandarísks samfélags en að óprúttnir aðilar í mótmælahreyfingunni hafi ekki hafi heldur haft óspektir í huga en friðsamleg mótmæli. „Það er ekkert friðsamlegt við að byrgja sig inni í byggingu, að stunda eignarspjöll eða rífa í sundur öryggismyndavélar,“ segir hann á blaðamannafundi sem fór fram í New York fyrir stuttu og vísar meðal annars til þess að mótmælendur hefðu tekið Hamilton Hall yfir og byrgt sig þar inni. Byggingin hýsir fornfræði, germanskra mála- og slavneskra máladeild háskólans en hefur ítrekað spilað hlutverk í mótmælum stúdenta, meðal annars gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam á sjöunda og áttunda áratugnum. Borgarstjórinn segir þá sem brutust inn í Hamilton Hall og byrgðu sig þar inni ekki hafa verið nemendur háskólans þó sumir þeirra hafi verið það. Lögreglan hefur nú fjarlægt tjaldbúðirnar af skólalóðinni og náð byggingunni aftur á sitt vald.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira