Logi byrjaði á bekknum í dag líkt og Hilmir Rafn Mikaelsson hjá gestunum. Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna að þessu sinni.
Staðan var þegar orðin 1-0 heimamönnum í vil þegar Logi kom inn af bekknum á 35. mínútu. Sex mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og í uppbótartíma fyrri hálfleiks bætti Logi við þriðja marki Strömsgodset sem gekk endanlega frá leiknum.
Hilmir Rafn kom inn af bekknum hjá gestunum á 65. mínútu en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma skoraði heimaliðið fjórða mark sitt og vann að endingu 4-0 sigur.
Strömsgodset því komið áfram í bikarnum en Kristianstund úr leik.