„Á svipstundu stækkaði hjartað um nokkur númer. Ég er svo ótrúlega þakklát að vera komin með litla strrákinn minn í fangið, “ skrifaði Annie Mist við fallega mynd af þeim mæðginum. Fyrir eiga þau dótturina Freyju Mist sem fæddist árið 2020.
Drengurinn kom í heminn með keisaraskurði og segist Annie Mist líða vel og njóta lífsins sem fjögurra manna fjölskylda. Áður hafði komið fram að settur dagur væri 2. maí en hamingjuóskum rigndi yfir parið þegar þau tilkynntu óléttuna upphaflega í október síðastliðnum.

Þrátt fyrir að eiga von á barni hefur Annie Mist ekkert hægt á sér en degi fyrir fæðinguna birti hún myndskeið af sér á handahlaupum eins og ekkert sér eðlilegra fyrir kasólétta konu.
Annie Mist hefur í tvígang staðið uppi sem heimsmeistari í CrossFit og var sú fyrsta til að hljóta titilinn hraustasta kona í heimi. Þá er hún eigandi líkamsræktarstöðvarinnar CrossFit Reykjavík þar sem hún æfir og þjálfar.