Góður forseti G. Pétur Matthíasson skrifar 2. maí 2024 17:00 Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda. Katrín hefur allt það til að bera sem prýða má góðan forseta. Hún kemur vel fyrir hvort heldur er á alþjóðavettvangi eða hér heima. Utan hins flokkspólitíska veruleika hygg ég að Katrín nái að verða forseti allra Íslendinga, nái að vekja með okkur samkennd og stolt. Enda er það eitt stærsta hlutverk forseta Íslands að taka utan um þjóð sína á viðsjárverðum tímum og treysta þau bönd sem binda okkur saman. Forseti sem léttir okkur lífið með orðum sínum og gerðum. Slíkur forseti yrði Katrín. Forseti sem stappar í okkur stálinu, sem þekkir þjóð sína, sem kann skil á hverskyns menningu okkar, hvort heldur er í listum eða daglegu lífi, forseti sem hefur samúð og velvilja ekki síst í garð þeirra nýju Íslendinga sem eru að gera sér heimili á Íslandi okkur öllum til hagsbóta. Auk hins mannlega þá gjörþekkir Katrín auðvitað hinn pólítíska veruleika og mun þess vegna auðveldlega geta leitt stjórnarmyndun á hinn besta veg af þeirri auðmýkt sem forseti ber að hafa gagnvart því hlutverki og mun ekki taka sér nein þau völd sem forseti ekki hefur og á ekki að hafa. Ég treysti Katrínu fullkomlega til að segja skilið við sína pólitísku fortíð og meta stöðu stjórnmála af hlutleysi og bregðast við af háttvísi. Það eru margir frambærilegir frambjóðendur í komandi kosningum enda þeir afar margir sem bjóða fram sína góðu krafta. Það er því ekki áhlaupaverk að velja að þessu sinni en ég styð Katrínu heilshugar og hlakka til að kjósa hana þann 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda. Katrín hefur allt það til að bera sem prýða má góðan forseta. Hún kemur vel fyrir hvort heldur er á alþjóðavettvangi eða hér heima. Utan hins flokkspólitíska veruleika hygg ég að Katrín nái að verða forseti allra Íslendinga, nái að vekja með okkur samkennd og stolt. Enda er það eitt stærsta hlutverk forseta Íslands að taka utan um þjóð sína á viðsjárverðum tímum og treysta þau bönd sem binda okkur saman. Forseti sem léttir okkur lífið með orðum sínum og gerðum. Slíkur forseti yrði Katrín. Forseti sem stappar í okkur stálinu, sem þekkir þjóð sína, sem kann skil á hverskyns menningu okkar, hvort heldur er í listum eða daglegu lífi, forseti sem hefur samúð og velvilja ekki síst í garð þeirra nýju Íslendinga sem eru að gera sér heimili á Íslandi okkur öllum til hagsbóta. Auk hins mannlega þá gjörþekkir Katrín auðvitað hinn pólítíska veruleika og mun þess vegna auðveldlega geta leitt stjórnarmyndun á hinn besta veg af þeirri auðmýkt sem forseti ber að hafa gagnvart því hlutverki og mun ekki taka sér nein þau völd sem forseti ekki hefur og á ekki að hafa. Ég treysti Katrínu fullkomlega til að segja skilið við sína pólitísku fortíð og meta stöðu stjórnmála af hlutleysi og bregðast við af háttvísi. Það eru margir frambærilegir frambjóðendur í komandi kosningum enda þeir afar margir sem bjóða fram sína góðu krafta. Það er því ekki áhlaupaverk að velja að þessu sinni en ég styð Katrínu heilshugar og hlakka til að kjósa hana þann 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar