Tonali braut veðmálareglur fimmtíu sinnum eftir komuna til Newcastle Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. maí 2024 23:30 Enska knattspyrnusambandið ákvað að framlengja bannið ekki og Sandro Tonali mun geta snúið aftur á völlinn þann 27. ágúst. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Sandro Tonali játaði sekt sína í fimmtíu brotum á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins eftir að hann gekk til liðs við Newcastle síðasta haust. Tonali var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið bann sem tekur ekki gildi nema hann gerist aftur brotlegur á veðmálareglum. Leikmaðurinn verður því aftur gjaldgengur til leiks þann 27. ágúst 2024 líkt og upprunalegi dómurinn kvað upp. Newcastle keypti Tonali á 55 milljónir punda frá AC Milan síðasta sumar. Í lok október 2023 var hann svo dæmdur í 10 mánaða bann frá fótbolta af ítalska knattspyrnusambandinu eftir að hafa veðjað á eigin leiki. Tonali játaði sök og var samvinnufús við rannsókn málsins. Í kjölfar þess hóf enska knattspyrnusambandið rannsókn á veðmálum Tonali og komst að því að hann hefði veðjað á eigin leiki eftir að hafa gengið til liðs við Newcastle. Í skýrslu sambandsins segir að Tonali hafi lagt 40-50 veðmál og þar af allt að fjögur veðmál á eigin leiki, öll voru þau sett á sigur Newcastle. Slúðurblaðið Daily Mail greinir frá því að Tonali hafi veðjað allt að 10.000 sterlingspundum í hvert skipti og samanlagt hafi hann lagt undir meira en 100.000 pund, sem gera um 17,5 milljónir króna. Tonali er sagður iðrast gjörða sinna og hefur sótt sér hjálpar við veðmálafíkn. Newcastle lýsti yfir fullum stuðningi við leikmanninn í þeirri baráttu. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Tonali var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið bann sem tekur ekki gildi nema hann gerist aftur brotlegur á veðmálareglum. Leikmaðurinn verður því aftur gjaldgengur til leiks þann 27. ágúst 2024 líkt og upprunalegi dómurinn kvað upp. Newcastle keypti Tonali á 55 milljónir punda frá AC Milan síðasta sumar. Í lok október 2023 var hann svo dæmdur í 10 mánaða bann frá fótbolta af ítalska knattspyrnusambandinu eftir að hafa veðjað á eigin leiki. Tonali játaði sök og var samvinnufús við rannsókn málsins. Í kjölfar þess hóf enska knattspyrnusambandið rannsókn á veðmálum Tonali og komst að því að hann hefði veðjað á eigin leiki eftir að hafa gengið til liðs við Newcastle. Í skýrslu sambandsins segir að Tonali hafi lagt 40-50 veðmál og þar af allt að fjögur veðmál á eigin leiki, öll voru þau sett á sigur Newcastle. Slúðurblaðið Daily Mail greinir frá því að Tonali hafi veðjað allt að 10.000 sterlingspundum í hvert skipti og samanlagt hafi hann lagt undir meira en 100.000 pund, sem gera um 17,5 milljónir króna. Tonali er sagður iðrast gjörða sinna og hefur sótt sér hjálpar við veðmálafíkn. Newcastle lýsti yfir fullum stuðningi við leikmanninn í þeirri baráttu.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira