Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 23:54 Radcliffe á stóran hluta frama síns J.K. Rowling að þakka en hann telur það ekki þýða að hann skuldi henni nokkuð um hans helstu hjartans mál. Vísir/EPA Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk. Rowling hefur orðið tíðrétt um trans fólk á undanförnum misserum og ítrekað lýst því sem hættulegu konum í ræðu og riti. Radcliffe lýsti stuðningi við trans fólk eftir að Rowling kallaði trans fólk „rándýr“ árið 2020. Emma Watson og Rupert Grint, meðleikarar Radcliffe, andmæltu orðum Rowling sömuleiðis. Breski rithöfundurinn hefur ekki fyrirgefið leikurunum fyrir að vera öndverðrar skoðunar. Í síðasta mánuði sakaði hún Radcliffe og hin um að halla sér upp að hreyfingu sem græfi undan konum og átti þar sem trans fólk. Radcliffe segist ekki hafa átt í neinum beinum samskiptum við Rowling eftir að hann mótmælti henni árið 2020 í viðtali við tímaritið Atlantic. Honum þyki það ákaflega dapurlegt. Um ummæli sín fyrir fjórum árum segir Radcliffe að honum hefði fundist það heigulskapur af sér að segja ekkert í ljósi þess að hann hefði unnið með samtökum sem reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg hinsegin fólks um árabil, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ég vildi reyna að hjálpa fólki sem varð fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ummælum og að segja að ef þetta væru skoðanir Jo [Rowling] þá væru það ekki skoðanir allra þeirra sem tengdust Potter-merkinu,“ segir Radcliffe. Þrátt fyrir að líf hans hefði verið allt annað hefði Rowling ekki skapað Harry Potter þá þýði það ekki að sannfæring hans sé bundin henni alla tíð. „Ég held áfram að styðja rétt alls LGBTQ-fólks og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það,“ segir leikarinn. Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Hollywood Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Rowling hefur orðið tíðrétt um trans fólk á undanförnum misserum og ítrekað lýst því sem hættulegu konum í ræðu og riti. Radcliffe lýsti stuðningi við trans fólk eftir að Rowling kallaði trans fólk „rándýr“ árið 2020. Emma Watson og Rupert Grint, meðleikarar Radcliffe, andmæltu orðum Rowling sömuleiðis. Breski rithöfundurinn hefur ekki fyrirgefið leikurunum fyrir að vera öndverðrar skoðunar. Í síðasta mánuði sakaði hún Radcliffe og hin um að halla sér upp að hreyfingu sem græfi undan konum og átti þar sem trans fólk. Radcliffe segist ekki hafa átt í neinum beinum samskiptum við Rowling eftir að hann mótmælti henni árið 2020 í viðtali við tímaritið Atlantic. Honum þyki það ákaflega dapurlegt. Um ummæli sín fyrir fjórum árum segir Radcliffe að honum hefði fundist það heigulskapur af sér að segja ekkert í ljósi þess að hann hefði unnið með samtökum sem reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg hinsegin fólks um árabil, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ég vildi reyna að hjálpa fólki sem varð fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ummælum og að segja að ef þetta væru skoðanir Jo [Rowling] þá væru það ekki skoðanir allra þeirra sem tengdust Potter-merkinu,“ segir Radcliffe. Þrátt fyrir að líf hans hefði verið allt annað hefði Rowling ekki skapað Harry Potter þá þýði það ekki að sannfæring hans sé bundin henni alla tíð. „Ég held áfram að styðja rétt alls LGBTQ-fólks og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það,“ segir leikarinn.
Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Hollywood Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira