Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 10:30 Hjónin vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þau sæta ofsóknum, hafa lagt allt sitt í búðina og telja lögregluna draga lappirnar við rannsókn málsins. vísir/vilhelm Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira