Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að á norðaustanverðu landinu ætti að vera þurrt með björtum köflum.
Næstu daga megi gera ráð fyrir svipuðu veðri, sunnan og suðvestan 5 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða slydduél, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 10 stig að deginum.
Á fimmtudag, uppstigningardag, verði hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.