Leikurinn var jafn framan af og leiddu heimamenn með eins marks mun í hálfleik, staðan þá 12-11. Þegar líða fór á síðari hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og var munurinn allt í einu orðinn sex mörk eftir að Magdeburg skoraði fjögur í röð.
Heimamönnum tókst ekki að minnka þann mun niður og lauk leiknum með sex marka sigri gestanna, 28-34 lokatölur. Sigurinn lyftir Magdeburg á topp deildarinnar en Íslendingaliðið er með 52 stig líkt og Füchse Berlín en á þó tvo leiki til góða.
Auswärtssieg! 🙌
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 5, 2024
Wir gewinnen in Lemgo - zusammen mit euch, #gruenrotewand 💚❤️
______#SCMHUJA I 📸 Franzi Gora pic.twitter.com/da4RZOxtYP
Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Magdeburg með 8 mörk ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Hann skoraði síðustu fjögur mörk Magdeburgar í leiknum. Ómar Ingi Magnússon kom þar á eftir með 7 mörk og 2 stoðsendingar. Þá skoraði Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 mörk og gaf eina stoðsendingu.