Lýsti Haaland sem „ofdekruðum krakka“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 08:32 Erling Haaland fór á kostum gegn Wolves um helgina. Getty/Chris Brunskill Roy Keane heldur áfram að skjóta föstum skotum á Erling Haaland, stjörnuframherja Manchester City, og lýsti þessum markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem „ofdekruðum krakka“ um helgina. Haaland fór á kostum fyrir City og skoraði fernu í 5-1 sigrinum gegn Wolves á laugardaginn. Þar með hefur hann skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, og stefnir á að verða markakóngur annað árið í röð. Haaland sýndi hins vegar stjóranum Pep Guardiola óánægju sína með það að vera tekinn af velli á 82. mínútu á laugardaginn, og það vildi Keane gagnrýna: Við sáum Haaland vera tekinn af velli og hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki [e. spoiled brat]. En þegar þeir vinna leiki og hann skorar mörk þá gleymist þetta næstum því,“ sagði Keane í þætti á Sky Sports. Þáttastjórnandinn Dave Jones grínaðist með að það væri nú kannski í lagi að láta eins og ofdekrað barn ef maður skoraði fjögur mörk en Keane svaraði: „Nei, það er ekki í lagi.“ "Behaving like a spoilt brat" Roy Keane is not holding back about Erling Haaland 😬 pic.twitter.com/GKiGV44zR8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem að Keane gagnrýnir Haaland. Eins og flestir vita eiga Keane og pabbi Haalands, Alf-Inge, sína sögu frá því að Keane meiddi hann alvarlega með skelfilegri tæklingu á sínum tíma. Hvort að þeirra forsaga hefur einhver áhrif er óvíst en Keane hefur í það minnsta ekki sparað stóru orðin þegar kemur að Haaland yngri. Í mars sagði Keane að markahrókurinn spilaði eins og leikmaður úr D-deildinni. City hafði þá gert markalaust jafntefli við Arsenal. „Fyrir framan markið er hann bestur í heimi en almenna spilið hjá honum er svo dapurt. Hann er eins og D-deildarleikmaður, þannig sé ég það,“ sagði Keane á sínum tíma. Haaland var spurður út í Keane eftir leikinn á laugardag og svaraði: „Mér er eiginlega sama um þann mann svo að það skiptir mig ekki máli hvað hann segir.“ Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Haaland fór á kostum fyrir City og skoraði fernu í 5-1 sigrinum gegn Wolves á laugardaginn. Þar með hefur hann skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, og stefnir á að verða markakóngur annað árið í röð. Haaland sýndi hins vegar stjóranum Pep Guardiola óánægju sína með það að vera tekinn af velli á 82. mínútu á laugardaginn, og það vildi Keane gagnrýna: Við sáum Haaland vera tekinn af velli og hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki [e. spoiled brat]. En þegar þeir vinna leiki og hann skorar mörk þá gleymist þetta næstum því,“ sagði Keane í þætti á Sky Sports. Þáttastjórnandinn Dave Jones grínaðist með að það væri nú kannski í lagi að láta eins og ofdekrað barn ef maður skoraði fjögur mörk en Keane svaraði: „Nei, það er ekki í lagi.“ "Behaving like a spoilt brat" Roy Keane is not holding back about Erling Haaland 😬 pic.twitter.com/GKiGV44zR8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem að Keane gagnrýnir Haaland. Eins og flestir vita eiga Keane og pabbi Haalands, Alf-Inge, sína sögu frá því að Keane meiddi hann alvarlega með skelfilegri tæklingu á sínum tíma. Hvort að þeirra forsaga hefur einhver áhrif er óvíst en Keane hefur í það minnsta ekki sparað stóru orðin þegar kemur að Haaland yngri. Í mars sagði Keane að markahrókurinn spilaði eins og leikmaður úr D-deildinni. City hafði þá gert markalaust jafntefli við Arsenal. „Fyrir framan markið er hann bestur í heimi en almenna spilið hjá honum er svo dapurt. Hann er eins og D-deildarleikmaður, þannig sé ég það,“ sagði Keane á sínum tíma. Haaland var spurður út í Keane eftir leikinn á laugardag og svaraði: „Mér er eiginlega sama um þann mann svo að það skiptir mig ekki máli hvað hann segir.“
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira